Þurfa opinberir starfsmenn frekar vernd en starfsmenn á almennum markaði?

Hvar liggja mörkin á milli ábyrgðar starfsmanns og ábyrgðar fyrirtækis eða stofnunar?  Það er líklega spurningin sem skiptir mestu máli þegar rætt er um hvort að rétt og eðlilegt sé að höfðað sé mál gegn starfsmönnum stofnunar s.s. Seðlabankans.

Persónulega tel ég opinbera starfsmenn ekki eiga eða þurfa meiri rétt en starfsmenn fyrirtækja á almennum vinnumarkaði.

Ég tel starfsmenn Seðlabankans eigi ekki að þurfa frekari vernd en t.d. lögreglumenn.

Að krefjast "skaðleysis" þeim til handa finnst mér langt seilst.

Þegar Seðlabankinn ákærði Samherja, voru jafnframt 3. eða 4. lykilstarfsmenn Samherja ákærðir.

Er eitthvað óeðlilegt að lykilsstarfsmenn Seðlabanka geti sömuleiðis verið ákærðir?

Fram hefur komið í fréttum að mjög vafasöm tölvupósts samskipti hafi farið á milli starfsmanna Seðlabanka og Ríkisútvarpsins.

Er óeðlilegt að fyrir slíkt sé kært?

Ef yfirmenn viðkomandi starfsmanna stíga fram og segja þá aðeins hafa verið að framfylgja skipunum sínum, horfir öðru vísi við og ætti þá ákærur að beinast að yfirmönnum?

En eins og frægt er orðið, þykir að ekki nóg að hafa eingöngu verið að framfylgja skipunum til að teljast saklaus.

Persónulega get ég ekki séð nein rök fyrir því að opinberir starfsmenn fái "skaðleysi", frekar en starfsmenn hjá öðrum fyrirtækjum.

Opinberir starfsmenn hljóta að þurfa að gæta þess eins og aðrir að misnota ekki vald sitt eða starf og gæta þess að lög og lagaheimildir séu að baki aðgerða þeirra.

Svo að eitt af tískuorðum nútímans sé notað, þá þurfa þeir einnig að gæta þess að gæta meðalhófs.

Það væri mikil afturför ef opinberir starfsmenn yrðu gerðir "skaðlausir" vegna valdníðslu gegn almenningi.

 

 


mbl.is Umdeilanlegt að höfða mál gegn starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband