Það áhugaverðasta sem ég hef lesið í dag

Mér finnst margt áhugavert sem kemur fram í þessari frétt og ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því að hvað þáttur Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skipt miklu máli fyrir Íslendinga.

Fyrst í skimunum og svo í raðgreiningum.

En ég hafði engin tök á að fylgjast með þessum fyrirlestrum, en í þessari frétt finnst mér tvennt sérstaklega athyglisvert.

Þessi málsgrein finnst mér sérstaklega athyglisverð, haft er eftir Kára:

"Mun­ur­inn á ann­ars veg­ar þess­um miklu ein­kenn­um sem er það sem sjúk­ling­ur­inn kvart­ar und­an og hins veg­ar þess­um ör­fá­um hlut­um sem hægt er að mæla bend­ir til þess að áhrif sýk­ing­ar­inn­ar á and­legt ástand fólks virðist skipta mjög miklu máli," seg­ir hann.

Ég velti fyrir mér hvað þetta þýðir nákvæmlega.

"... að áhrif sýkingarinnar á andlegt ástand fólks virðist skipta mjög miklu máli".

Ég get ekki alveg ákveðið með sjálfum mér hvað þetta þýðir. 

Ég er þó þeirrar skoðunar að vissulega skipti andlegt heilbrigði máli hvað varðar líkamlegt og öfugt.  Ég er orðinn svo gamall að ég man eftir slagorðinu "heilbrigð sál í hraustum líkama", slíkt þótti ekki einu sinni "smánandi þegar ég var að alast upp.

En hvernig hefur "sýkingin áhrif á andlegt ástand"?

Getur það verið (fyrir suma einstaklinga) andlegt áfall að sýkjast af Covid? Getur hræðsla við sjúkdóminn ýkt sýkingu og einkenni sjúkdómsins? Með öðrum orðum veikt ónæmiskerfið?

Ótti og hræðsla er ekki æskilegir félagar í lífshlaupinu og mér finnst ekki ótrúlegt að slíkt geti haft áhrif á heilbrigði, þ.e.a.s. líkamlegt, ég held að fáir efist um hið andlega.

Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér þegar fréttir hafa borist af fjölda einstaklinga í smitskimunum, hvað hrjáir allt þetta fólk.

Það hefur komið fram í fréttum að 99%, eða svo af þeim sem hafa komið í skimun á Íslandi, hafa reynst ósmitaðir af Covid.  Hvaða sjúkdómar gáfu þessum fjölda einstaklinga þau einkenni að þeim þótti ástæða að fara í skimun?

Virkilega þess virði að velta þessu fyrir sér.

Hin setningin (og fyrirsögnin) finnst mér einnig athygli virði.  "Hann seg­ir veir­ur alltaf hafa sprottið upp í heim­in­um en ástæðan fyr­ir því að þessi hafi orðið svona stórt vanda­mál sé sú hversu heim­ur­inn er orðinn lít­ill. „Menn eru að fær­ast á milli með svo mikl­um hraða og í svo mikl­um fjölda að ef svona veirupest sprett­ur upp á ein­um stað þá kem­urðu ekki í veg fyr­ir að hún breiðist út um heim­inn með því að setja upp smá girðingu uppi á Holta­vörðuheiði."

Er verulega flóknara að setja upp "girðingu" á Holtavörðuheiði, en á Keflavíkurflugvelli og Seyðisfirði?

Þarf ekki banna ónauðsynleg ferðalög, t.d. má banna bílaumferð einstaklinga um Holtavörðuheiði.  "Nauðsynlegir" ferðalangar sem lenda á Akureyrar- eða Egilstaðaflugvelli eru svo fluttir með rútum á "Sóttkvíarhótel".

Ekki mín tillaga, mér sýnist hún vel framkvæmanleg, skynsamleg er hún þó varla. En ef á að byggja upp veirufrí svæði, gæti hún gagnast.

 

 


mbl.is Girðing á Holtavörðuheiði dugar ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband