Hvernig ættu smit á landamærum að teljast?

Þó að alltaf megi deila um hversu áreiðanlegar talningar og tölulegar upplýsingar sem þessar eru, eru þær þau gagnlegar og gefa vísbendingar sem hægt er að byggja á.

Þó að misjafnlega sé staðið að talningum og skimunum í mismunandi löndum, þá er þetta sannarlega betri en ekkert.

En ég velti því fyrir mér hvernig rökrétt er telja smit sem lönd stöðva á landamærum sínum, rétt eins og gert er á Íslandi.

Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að smit á sem eru stöðvuð á landamærum eigi ekki að teljast sem smit í viðkomandi landi.

Ef eitthvað, ættu þau frekar að teljast til landsins sem ferðast er frá.

Þannig eykst hættan af ferðalöngum frá Íslandi ekki við að fjölmargir smitaðir einstaklingar finnist á landamærunum.  Í raun má ef til vill segja þvert á móti.

Það að á annan tug smitaðra einstaklinga finnist um borð í skipi sem kemur til hafnar á Íslandi kallar ekki á frekari aðgerðir á Íslandi, eða gerir Íslenskan ferðamann líklegri líklegri til að bera með sér smit til annars lands.

Það er að segja ef smitin uppgötvast strax og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar. (Eins og mér skilst að hafi t.d. tekist vel fyrir Austan.).

Ef flugvél er lent á Keflavíkurflugvelli, vegna þess að einn farþegi hennar hefur veikst og er fluttur á spítala, ætti það ekki að skapa neina hættu á Íslandi (ef vel er að málum staðið, sem ég hef fulla trú á) eða í raun að teljast sem Íslenskt smit.

Ég hugsa að Sóttvarnarstofnunar Evrópu færðist nær því að sýna raunverulega stöðu, ef smit væru talinn á þann máta.

 


mbl.is Ísland grænt á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör, jafnrétti og jafnræði

Mér er sagt að úrslit í forvali hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi hafi vakið mikla athygli og komið á óvart.

Mér sýnist þó að útkoman sé frambærilegur og ágætis listi (sem getur þó átt eftir að breytas í uppröðun).  Ekki það að það sé mitt að dæma, það gerðu flokksmenn með þátttöku sinni.

En þegar konur skipa 3. efstu sætin og 4. sæti af fimm, þá upphefst umræðan um "jafnrétti" á listanum.

Ég vona svo sannarlega að VG (líklega kjördæmisráð) félagið sem sá um framkvæmd forvalsins hafi haft jafnrétti í hávegum að gætt til hins ítrasta að allir þátttakendur nytu jafns réttar og fyrirgreiðslu af þess hálfu.

Það er jafnrétti, að njóti jafns réttar.

Hvort að jafni rétturinn hafi síðan skilað úrslitum þar sem jafnræði sé með kynjunum er annað mál og svo varð ekki í þessu tilviki.

Eitthvað hef ég heyrt talað um að breyta uppröðun og færa karl ofar á listann í nafni jafnréttis jafnræðis kynjanna og verður fróðlegt að sjá hvað gerist.

Til samanburðar má nefna að talað er um að líklega standi baráttan um efsta sætið hjá VG í Suðvesturkjördæmi á milli Umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar og Ólafs Þórs Gunnarssonar. 

Þá heyri ég um leið sagt að úrslit þar sem þeir tveir yrðu í efstu sætunum yrðu aldrei látin standa.  Hvernig slík úrslit yrðu höndluð (ef til þess kæmi að þau yrðu svo) á svo vitanlega eftir að koma í ljós.

Hvort að VG ákveddi að breyta slíkum úrslitum í nafni jafnræðis kynjana, er mér að sjálfsgögðu að að meinalausu og að hafa þeir til þess fullan rétt.

En það er í mínum huga ekki jafnrétti, það er "skilyrt lýðræði", í nafni jafnræðis kynjana.

Þar með er ég ekki að segja að það sé nauðsynlega slæmt markmið, en ég kýs þó að hafa "mitt lýðræði" óskilyrt.

 

 

 

 


mbl.is Hólmfríður leiðir lista Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband