Gríðarlega jákvæðar fréttir

Ég fagna því að stefnt sé að skráningu Síldarvinnslunnar á markað, og ánægjan er enn meiri yfir því að núverandi hluthafar hyggist selja sína hluti, frekar en að "þynna" hlutaféið út.

Enn hefur ekki verið gefið út hvernig staðið verður sölu hlutafjár, þegar skráningin tekur gildi, en ég vona að þar verði að eihverju marki tekið tillit til smærri fjárfesta, líkt og var t.d. gert í hlutafjárútboði Icelandair.

Ég er þeirra skoðunar að fjölgun eigenda í Íslenskum sjávarútvegi geti orðið til mun víðtækari sátt um Íslenskan sjávarútveg.

Lagasetning um lækkun hámarks aflahlutdeildar óskráðra (á markaði) fyrirtækja, með hæfilegum aðlögunartíma, er eitthvað sem ég held að megi einnig huga að. 

Jafnframt má hugsa sér lagasetningu um hámarkseignarhlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum.

Þannig er hægt að hugsa sér að megi byggja upp framtíðar sátt um sjávarútveg á Íslandi.

En slíkt gerist ekki í einni svipan, eða á fáum mánuðum, en umræða væri af hinu góða.

 

 


mbl.is Hluthafar selja við skráningu Síldarvinnslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fyrirsögn hjá mbl.is og guardian.co.uk

Fyrirsögnin á þessari frétt mbl.is er í raun frekar villandi.  Þó er í raun ekki við mbl.is að sakast, nema að því leyti að miðillinn treystir fyrirsögn Guardian um of.

VAC distrust FranceEins og segir í frétt guardian.co.uk, þá er vantraustið í garð bólusetningu mikið hærra Frakklandi, en t.d. Bandaríkjunum og Þýskalandi, þar sem þar er u.þ.b. 25%.

Vantraustið í Frakklandi er næstum 40%

"Nearly four in ten people in France, more than 25% of those in the US and 23% in Germany say they definitely or probably will not get vaccinated against Covid-19, according to a survey that underlines the challenge facing governments."

Hvers vegna Guardian kýs að gera svo lítið úr vantrausti í garð bólusetninga í Frakklandi veit ég ekki, en það er býsna mikill munur á því að vantraustið sé í kringum 25%, eins og það er í Þýskalandi og Bandaríkjunum, og svo aftur næstum 40% vantrausti í Frakklandi.

Önnur spurning er svo af hverju mbl.is kýs að "éta það hrátt" upp eftir vefsíðu Guardian og gengur jafnvel lengra og segir það ekki bara í fyrirsögn, heldur einnig í meginmáli fréttar.

Upplýsingaóreiðina má líklega finna víða.

Hvers vegna tortryggni í garð yfirvalda og bóluefna er svo mikið sterkari í Frakklandi en í öðrum löndum, er síðan verðugt rannsóknarefni.

En sagan er þar líklega vísbending, eins og oft áður.

 

 


mbl.is 25% munu líklega ekki þiggja bólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband