Kosningavél Sjálfstæðisflokksins

Ég rakst á þessa skemmtilegu frétt á Vísi.  Þar er sagt frá því að Svavar Benediktsson, afabarn Svavars Gestssonar fyrrverandi alþingismanns hafi skrifað B.A. ritgerð um "kosningamaskínu" Sjálfstæðisflokksins á árunum 1929 til 1971.

Efnið vakti vissulega áhuga minn og ég fór á vef Skemmunnar og fann þar ritgerðina og hlóð henni niður.

Ritgerðina má einnig lesa hér.

Ég ætla ekki að fella neinn fræðilegan dóm yfir ritgerðinni, engin ástæða til þess af minni hálfu að elta ólar við slíkt, en ég naut lestursins og fannt hún lipurlega skrifuð.

Flest hafði ég heyrt minnst á áður og í raun lítið sem kom á óvart, en vissulega voru tímarnir aðrir.

En ég naut lestursins og kann höfundi bestu þakkir fyrir ritgerðarsmíðina.

Hjá sjálfum mér voru fyrstu "beinu" afskipti af Íslenskum stjórnmálum einmitt að sitja í kjördeild og fyljast með hverjir komu og greiddu atkvæði.  Þegar hugsað er til baka er það obbólítið merkileg lífsreynsla að hafa tekið þátt í slíkum "njósnum".

Þá var ég reyndar barn að aldri, en það kom lítið að sök. 

Áður hafði ég reyndar borið út Tímann og komst merkilega óskaddaður frá því.

En þeim fer líklega fækkandi sem muna eftir því að röð af fulltrúum flokkanna hafi setið í kjördeildum, nú eða eftir Tímanum.

Já, Þannig týnist tíminn.  

 


Bloggfærslur 24. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband