Símaskrá Biden

Auðvitað þarf Biden að hringja víða.  Fátt er stórveldi eins og Bandaríkjunum mikilvægara en traustir vinir.

Það þarf því ekki að koma á óvart að Biden hafi fyrst hringt til Kanada.  Mér skilst að næsta símtal hafi verið til Mexíkó. Þetta eru ríkin sem eru með Bandaríkjunum í NAFTA og þau einu sem eiga land landamæri að Bandaríkjunum.

Í Kanada hefur Justin Trudeau verið gagnrýndur fyrir að kvarta ekki meira yfir stöðvuninni á "Keystone XL" leiðslunni, en hún hittir Alberta sérstaklega illa fyrir (en flokkur forsætisráðherra á reyndar engan þingmann í Alberta).

En siðan kom fyrsta símtal Biden var yfir Atlantshafið, til Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart, enda löngum verið talað um "sérstakt samband" Bandaríkjanna og Bretlands.

Þó hafa margir velt vöngum yfir hvernig þetta samband stæði nú.  Þá hafa margir litið til þess að Biden og Demókratar voru almennt ekki hlynntir "Brexit".

Þar hefur löngum verið uppi það sjónarmið að Evrópa þyrfti á frekari samstöðu að ræða og ekki síður hitt, að vont væri að missa traustasta samstarfsaðila Bandaríkjanna innan "Sambandsins".

En Biden hefur orð á sér fyrir að vera "pragmagtískur" og mun næsta víst líta til þess að Bandaríkjunum býðst enginn betri kostur Evrópu sem traustur samstarfsaðili, ekki síst þegar litið er til hernaðmátts.

Traustustu bandamann þeirra í "Sambandinu" eru nú eftir útgöngu Breta, Pólverjar og Eystrsaltslöndin, en ekkert þeirra er mikið herveldi.

Helsta herveldi Evrópusambandsins til margra ára (ásamt Bretlandi lengst af) er Frakkland og það þarf ekki að skoða söguna lengi til að sjá að Bandaríkin munu seint setja traust sitt á Frakka.

Þýskaland er annað forysturíki "Sambandsins", hefur vanrækt her sinn til margra ára og jafnframt aukið viðskiptatengsl sín við Rússa, ekki síst hvað varðar gaskaup.  Eins og flestir þekkja, eru Rússar ekki "bestu vinir" Demókrata.

Nýkjörinn formaður CDU þykir reyndar af mörgum of hallur undir Rússa og Pútin, en hvort að hann verði kanslari á eftir að koma í ljós.

Reyndar dreif Evrópusambandið í því að gera stóran gagnkvæman samning um fjárfestingar við Kínverja stuttu áður en Biden tók við embættinu.  Ég hugsa að hann hefði vel getað hugsað sér skemmtilegri "innsetningargjöf" frá "Sambandinu".

Því er Bretland, utan sem innan "Sambandsins", enn mikilvægari bandamaður fyrir Bandaríkin en stundum áður.

Það á eftir að sjást hvernig samtarf Biden og Johnson á eftir að þróast, en ég held að líklega eigi það eftir að dafna.

Næsti G7 fundur, þar sem Bretar eru gestgjafar, á eftir að verða mikilvægur í því tilliti.

Það á svo eftir að koma í ljós hvort tekst að halda fundinn.

En Bandaríkjunum býðst enginn traustari bandamaður í Evrópu en Bretland.

P.S. Kínverjar ákváðu að það væri engin ástæða til þess að bíða með því að minna Biden og stjórn hans á að þeir væru að styrkjast.

 


mbl.is Biden tekur upp tólið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?

Hver má tjá sig, hvernig má hann tjá sig, hvar má hann tjá sig, hver getur bannað tjáningu og hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?

Það hefur mátt heyra ýmsar spurningar í þesa átt undanfarna daga.

Ekki síst frá Bandaríkjunum, en þetta er þó spurning sem varðar allan heiminn og spurningar sem þsssar vakna reglulega um heim allan.

Le Monde Cartoon penguin incestSlíkar spurningar hafa nú sem áður vaknað í Frakklandi, og ef til vill kemur það ekki á óvart, að nú sem stundum áður vakna spurningar í tengslum við skopmynd/ir.

Fyrir nokkrum dögum baðst ritstjóri Le Monde afsökunar á því að hafa birt skopmynd, þar sem er gert grín að sifjaspelli.

Þó að Franskan mín sé ekki upp á mörg tonn af  fiski, telst mér til að texti skopmyndarinnar sem ég birti hér til hliðar sé á þessa leið, í minni eigin þýðingu, þar sem mörgæsarungi spyr fullorðna mörgæs, eftirfarandi spurningar:

"Ég var misnot/uð/aður af ættleiddum hálfbróður maka trans föður míns sem nú er mamma mín, er það sifjaspell?".

Ritstjóri Le Monde baðst afsökunar á birtingu skopmyndarinnar, en eftir því sem ég kemst næst má enn finna myndina á vef blaðsins.

Teiknarinn, Xavier Gorce, brást hins vegar illa við afsökunarbeiðninni, sagði upp samningi sínum við blaðið og lét hafa eftir sér "að frelsið væri ekki umsemjanlegt".

Þetta er örlítið skrýtið mál að mínu mati. Birting var ekki dregin til baka.  Beðist var afsökunar á innihaldinu.

En teiknaranum þótti gengið gegn frelsi sínu með afsökunarbeiðninni og sagði upp.

Hann birti síðastu skopmynd sína hjá Le Monde, þar voru tvær fullorðnar mörgæsir og sagði önnur þeirra við hina: "Ertu með heilbrigðisvottorð fyrir húmornum þinum?"

Það er gott að tjáningarfrelsið sé í umræðunni, það er þarft og gott.

Líklega sýnist sitt hverjum, í þessu máli sem mörgum öðrum.

P.S. Byggt að hluta af þessari umfjöllun.


Bloggfærslur 24. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband