Hvenær er forseti Bandaríkjanna kjörinn?

Það er ekki svo einfalt að skilja hvernig allt gengur fyrir sig hvað varðar Bandarísku forsetakosningarnar. Mismunandi reglur eftir ríkjum og allra handa flækjustig.

Ég hygg að margir líti nú svo á að Joe Biden hafi verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Ég geri það nú að stærstum hluta einnig.

En svo er þó ekki.

Það er rétt að hafa í huga að fjölmiðlar ákveða ekki kjör forseta og þó þeir lýsi yfir sigri þessa framjóðenda eða hins, hefur það að sjálfsögðu enga lögformlega þýðingu.

Úrslit verða ekki ljós fyrr en kjörstjórnir í ríkjunum hafa lokið talningu og gefa út úrslit, og eins og oft hefur komið fram geta kærur haft áhrif eftir það.

Forseti Bandaríkjanna verður svo kjörinn, ef ég man rétt, þann 14. desember næskomandi.  Þá er koma þeir sem skipa "The Electoral College" í hverju ríki saman og kjósa forseta og vara forseta.

Þau atkvæði eru síðan send (þau er í reynd sent í margriti til mismunandi aðila) til forseta Öldungardeildarinna (sem er jú vara forsetinn).

Miðað er við að öllu vafaatriðum sé eytt fyrir 8. desember.

Atkvæði kjörmannanna eru síðan talin af sameinuðu þingi þann 6. janúar næstkomandi.

Forseti tekur svo formlega við embætti 20. janúar á næsta ári.

Persónulega hef ég enga trú á því að sú staða sem blasir við breytist, þó að talningu sé ekki lokið og sjálfsagt eigi fjölmargar kærur eftir að koma fram. 

En endanleg niðurstaða gæti hæglega dregist fram í byrjun desember.

Svo fylgjast allir auðvitað spenntir með kosningum þann 14. des :-)

 

 

 


mbl.is Joe Biden sagður kjörinn forseti Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin hræðilega Kamala

Nú þegar allt bendir til þess að Joe Biden verði réttkjörinn forseti Bandaríkjanna sendi Finnskur vinur minn mér tölvupóst.

Innihald tölvupóstsins var að vara mig við (meira í góðlátlegu gríni en alvöru þó) kjöri Biden og Kamala Harris sem varaforseta.

Hann vildi meina að meiri líkur en minni væru á því að Joe Biden entist ekki lífsþrótturinn út kjörtímabilið og Kamala Harris tæki við.

Benti jafnramt á að á Finnsku þýddi orðið "Kamala" hræðilegt, eða "terrible" eins og hann skrifaði á Ensku.

Ég leitaði á náðir Google translate sem staðfestir þessa miður skemmtilegu niðurstöðu.

Hvort að hér sé um að ræða einhvern "Finnagaldur" eður ei, ætla ég ekki að dæma um, en það má hafa gaman af svona "póstsendingum".

P.S.  Hér hefur ekki verið bloggað um all lang hríð, en vonandi verður bragarbót þar á.

Þessa færslu ber þó ekki að taka sem alvarlega "political statement":  En vonandi hafa einvherjir gaman af henni. Ef ekki er það mér að meinalausu.

 

 

 

 


Bloggfærslur 7. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband