Boð og bönn draga oft fram verstu hliðar samfélagsins og svarta markaðinn

Það er eiginlega segin saga að sterkt yfirvald, boð og bönn draga fram verstu hliðar margra einstaklinga.

Boð og bönn leiða mjög gjarna fram tilhneygingu hjá mörgum til að hafa "eftirlit" með samborgurum sínum  og nágrönnum og tilkynna þá til yfirvalda.

Einstaklingnum sem tilkynnti um ólöglegan fjölda í barnaafmæli hlýtur t.d. að hafa liðið vel með að hafa uppfyllt borgaralega skyldu sína.

Það sama gildir líklega í þessu tilfelli, ég hef enga trú á því að lögreglan hafi tekið upp á þessu án ábendingar.

Eins og einn eldri kunningi minn sem er upprunninn í A-Evrópu sagði, þetta er næstum eins og að vera kominn heim í "Sovétið".

"Það eru biðraðir í búðir, klósettpappír af skornum skammti, helst vilja menn ferðatakmarkanir og svo eru nágrannar að klaga hvorn annan."

Þetta sagði hann í "léttum dúr" og hló við. En hann sagði mér líka frá því, og það hef ég reyndar orðið svolítið var við sjálfur, að "svarti markaðurinn" blési út.

Hann vildi meina að það spyrðist fljótt út að það væri hægt að láta klippa sig "þarna", í þessum bílskúr væri hægt að fá olíuskipti, þessi væri með litla líkamsræktarstöð í kjallaranum og naglapússerí og því um líkt færi fram í heimahúsum.  En hafið í huga að hér er ég ekki að tala um Ísland.

Því lengur sem "kófið" varir, því lengur sem boð og bönn verða í gildi, þeim mun sterkari mun "svarti" hvatinn verða.

Ég held að það eigi eftir að verða umtalsverð "ókyrð" í þjóðfélögum viða um heim. Líklega verður ástandið ekki verulega slæmt fyrr en eftir áramót.  En tjónið víðast hvar er að verða gríðarlegt. Ef "jólavertíðin" sem svo margir hafa treyst á hverfur þá eiga margir enga endurkomuleið. 

Það er heldur engin leið til að stjórnvöld, hvort sem er á Íslandi eða annars staðar, geti bætt það tjón.

 

 


mbl.is Furðar sig á gluggagægjum lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband