Alls konar niðurstöður frá alls kyns vísindamönnum

Eitt af því sem einkennt hefur fréttir undanfarna mánuði, er svona "örlítil upplýsingaóreiða" hvað varðar Kórónuveiruna.

Vísindamenn (sem allir eiga þó að treysta) komast nefnilega að mismunandi niðurstöðum. 

Það er til dæmis alls ekki langt síðan að birt var niðurstaða rannsóknar um að mótefni entust stutt í líkama þeirra sem hefðu smitast.

Ef ég man rétt hafði "stúdía" Íslenskrar Erfðagreiningar áður gefið þveröfuga niðurstöðu.

Nú er aftur komin ný rannsókn sem segir að mótefnið sitji í líkama þeirra sem hafa smitast í langan tíma.

Þannig ganga niðurstöður visindamanna og niðurstöður þeirra sitt á hvða og engin undur að almenningur verði á stundum örlítið ruglaður.

 


mbl.is Mótefni í mörg ár í líkamanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband