Lítið hrós til dómsmálaráðherra

Ekki ætla ég að dæma um hvernig tekst til með skipanir í Hæstarétt, almennt séð eru aðrir mörgum sinnum betur til þess fallnir en ég.

Það er eðlilegt að um slíkt séu stundum skiptar skoðanir og sjálfsagt hefur misjafnlega til tekist í áranna rás.

Slíkt gildir um flest kerfi sem mennirnir smíða.  Hvort að hægt sé að "útrýma mannlega þættinum"; eða það sé æskilegt er líklega hægt að rífast um sömuleiðis.

En það er ekki það sem ég skrifa um hér, heldur langar mig til að hrósa dómsmálaráðherra fyrir orðnotkun.

Birt er, í viðhengdri frétt, skjáskot af færslu hennar þar sem segir m.a.: „Hér er verið að stíga mikilvægt skref í jafnræðisátt þar sem nú verða 3 af 7 dómurum við réttinn konur.

En mér þykir í tilfellum sem þessum rétt að tala um "jafnræði" frekar "jafnrétti".  Það hefur vantað upp á að jafnræði væri á milli kynjanna í Hæstarétti.  Það hefur hins vegar ekkert vantað upp á jafnan rétt kynjana til að sitja, eða taka sæti í réttinum.

Svo má aftur deila um hvort að hvort að jafnræði með kynjunum eigi að vera rétthærra en önnur sjónarmið þegar skipað er í dómstóla eða önnur embætti. Það er enn önnur rökræða.

En mig langaði til hrósa dómsmálaráðherra fyrir að nota orðið "jafnræði" í stað "jafnrétti" í þessu samhengi.

Vonandi verður slík orðnotkun ofan á.

 

 


mbl.is Aldrei jafn margar konur skipaðar í Hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega besta myndbandið úr nýafstaðinni kosningabaráttu í Bandaríkjunum

Það er eitthvað "epískt" að sjá DJ Trump klipptan saman í dansi við "gay anthem" eins og Y.M.C.A.

Þetta ódrepandi lag, sem er flutt af "hljómsveitinni" Village People, sem var ein af þessum hljómsveitum sem búinn var til eftir að lag "flutt" af henni varð vinsælt.

Í þokkabót er þetta svo hugarfóstur Fransks "pródúsents" og Bandarísks söngavara hennar.

Þannig má segja að lagið sé jafn góð blanda Franskrar og Bandarískrar menningar og franskar kartöflur.

En það er ekki oft sem að gleðin beinlínis sreymir frá Trump, en í þessu myndbandi gerir hún það.

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 17. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband