Kórónaðar vangaveltur: Eina græna svæðið í "Evrópu" er í Svíþjóð

Það er merkilegt að horfa á Evópukortið og sjá að eina "græna svæðið" í Evrópu, eða þess hluta hennar sem kortið gefur upplýsingar um, er í Svíþjóð.

Líklega mætti þó finna "græn svæði" á Íslandi, væri Íslandi skipt upp í héruð eða landsvæði.  Ef til vill er það svo víðar á kortinu, en um það hef ég engar upplýsingar.

Þó að þær séu ekki á kortinu eru Kanaríeyjar gefnar upp sem rauðar.  Þar lenda þó eftir því sem ég las í fréttum 170 flugvélar á viku.

Getur einhver bent mér á tengsl á milli "harðra aðgerða" og fárra smita/lægra dánarhlutfalls þegar kemur að "stríðinu" við hina "allt um lykjandi veiru"?

Er ekki nokkuð merkilegt að hér um bil 25 sinnum fleiri hafa dáið á Íslandi en í Kína, sé miðað við hina margfrægu höfðatölu?

Það er þó ekkert samanborið við Belgíu, þar sem dauðsföll af völdum veirunnar hafa verið u.þ.b. 400 sinnum fleiri en í Kína miðað við höfðatöluna.

En það er auðvitað merkilegt, þó að við höfum oft heyrt talað um "Kínverska Stakhavóva", að Kínverjar hafi verið byrjaðir að bólusetja í April. Sérstaklega sé litið til þess að þeir hafi ekki orðið var við "veiruna" fyrr en í lok desember.

Óneitanlega vel að verki staðið, eða hvað?

Það er óneitanlega umhugsunarefni að stundum virðist eins og það sé vilji til þess að dánartölur af völdum Covid-19 verði eins háar og mögulegt er.  Eða eins og segir í fréttinni sem hlekkurinn hér að undan tengir við segir:

"The official death toll from the coronavirus soared in New York City on Tuesday after health authorities began including people who probably had COVID-19, but died without ever being tested."

En samt vitum við að að miðað við fréttir frá Íslandi, eru 95% af þeim sem koma með "Covid-19" einkenni til sýnatöku, ekki sýktir.

Er þá ekki nokkuð merkilegt að telja alla sem deyja með "Covid-19" einkenni hafa látist af völdum "Covid-19"?

Það er margt sem hægt er að velta vöngum yfir.

Er hættulegra að ganga um með golfkylfur en án þeirra?

Getur verið verra að ganga um með grímur en án þeirra?

Getur "meðalið" verið verra en "sjúkdómurinn"?

Hvar liggur áhættan?

Það virðist nokkuð ljóst að mesta áhættan hvað varðar "Covid-19" virðist liggja á hjúkrunar og dvalarheimilum.  Síðan koma undirliggjandi sjúkdómar.

Hver er dánartíðnin árlega á t.d. hjúkrunarheimilum?  Ég hef ekki þær tölur frá mörgum löndum, en t.d. í Bandaríkjunum, er talað um vel yfir 30%. 

En það verður að hafa huga og "hjúkrunarheimili" og "hjúkrunarheimili" er ekki nauðsynlega það sama á milli landa.

Síðan koma auðvitað hugleiðingar um afleiðingar af aðgerðum. Líklega munu flest ríki þurfa að eiga við þær árum ef ekki áratugum saman.

Hvaða afleiðingar mun það hafa?

Er ef til vill rétt að vitna í Franklin Roosevelt: "Only Thing We Have to Fear Is Fear Itself."

 

 


mbl.is Ísland ekki lengur rautt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband