Það er þetta með meint tap samstarfsflokka í ríkisstjórnum

Það virðist nokkuð vinsælt að ræða meint tap samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnum. Það virðist þó vera lítið annað en þrálát mýta, samanber færslu mína fyrir all nokkrum árum.

Þetta barst svo nokkuð í tal í athugasemdum við færsluna hér á undan.

En þó að reynsla annara flokka af ríkisstjórnarsamstarfi við Samfylkingu og Vinstri græn sé umtalsvert minni, enda flokkarnir á nýlegum kennitölum, væri ef til vill ekki úr vegi að skoða hvernig samstarfsflokkum þeirra hefur vegnað.

Hvernig hefur þeim tveimur flokkum sem hafa myndað ríkisstjórn með Samfylkingu vegnað í kosningum þar á eftir?

Svo er varla hægt að minnast ógrátandi á útreið þess eina flokks sem hefur verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn.  Þar á bæ hafa Íslandsmetin tapfallið í fylgistapi, reyndar einnig þegar flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu.

Stundum nægir að vera einn í liði til að tapa fylgi, rétt eins og um sjálfsónæmi sé að ræða.

En það virðist líka hafa verið raunin undanfarin ár, að þeir flokkar sem harðast berjast fyrir "Sambandsaðild", tapi hvað hraðast fylginu.


Að ganga óbundnir til kosninga

Nú þegar farið er að styttast í óvæntar kosningar, keppast flokkarnir við að lýsa því yfir að þeir gangi til þeirra óbundnir og get starfað með næstum öllum.

Jafnharðan rísa upp raddir sem lýsa því yfir að þetta sé til skammar og kjósendur vilji og eigi rétt á því að vita hvers kyns stjórn flokkar komi til með að mynda eftir kosningar.

Þeir fullyrða að kjósendur vilji hafa skýra valkosti.

Að ýmsu leyti má segja að þetta sé rétt, margir kjósendur eiga sér sitt óska stjórnamynstur og vitneskja um slíkt fyrirfram gæti leitt þá til stuðnings við einhvern þeirra flokka sem væri líklegastur til að gera slíkt að veruleika.

En eins og svo oft eru líka önnur sjónarhorn.

Hví skyldu t.d. kjósendur Vinstri grænna óska þess að flokkur þeirra sé utan ríkisstjórnar eingöngu vegna þess að Samfylkingin (eða einhver annar flokkur) hlýtur slæma útreið?

Og hvað með nýja flokka, eiga þeir að vera skyldaðir til að "gefa sig upp" í eina fylkingu eða aðra?

Ef svo er ekki, er staðan lítið breytt frá því sem verið hefur, tvær fylkingar með "kingmaker" á milli.

Það má líka velta því fyrir sér, hvers vegna flokkar þurfa að bjóða fram "marghöfða" ef þeir hafa skuldbundið sig til þess að starfa saman?

Að ýmsu leyti má því segja að "óbundna" fyrirkomulagið sá ágætt, þó að það sé ekki gallalaust.

Því engin veit hvað kemur upp úr kjörkössunum og hvaða styrkleika hver flokkur mun hafa. 

Það er ekki síst það sem mun ráða úrslitum um hvernig ríkisstjórn verður mynduð - svona ef og þegar það mun takast að loknum kosningum.

 

 

 


Bloggfærslur 22. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband