Steingrímur "allsherjar" hleypir engum öðrum að

Persónulega finnst mér kosningabaráttan vera orðin full PC, eða "politically correct". Stjórnmálamenn hanga á orðfæri og óvarkárni í orðavali andstæðinganna og gera eins mikið og mögulegt er úr því.

Afsökunarbeiðnir í kosningabaráttunni eru þegar orðnar fleiri en tölu verður á kastað og einn formaður hefur þegar lotið í mold.

Líklega má segja að að þetta sé leiðinleg en rökrétt þróun, því þeir sem einu sinni hafa fundið svipuhögg hins "pólítíska rétttrúnaðar" á baki sínu, láta slíkt varla fram hjá sér fara, ef tækifæri gefst til að beina slíku til andstæðinga.

En nú er Steingrímur búinn að biðjast afsökunar, nokkuð sem ekki hefur að ég man áður sést í Íslenskri pólítík, og hefur Steingrímur þó líklega áður haft ríkari ástæðu til þess að biðjast afsökunar, bæði á orðbragði og ekki síður þegar hann hefur gerst "full líkamlegur" í þingsal.

En einn kunningi minn sem býr í NorðAusturkjördæmi, létt sér fátt um finnast þó að Steingrímur hefði tekið vitleysislega til orða, við slíku þyrfti almenningur að búast við hjá stjórnmálamönnum.

En hann vildi meina að annað vekti athygli almennings í kjördæminu.  Það væri sú staðreynd að Steingrímur hleypti engum öðrum að í baráttunni að heitið gæti.

Þannig hefði það verið á fundum sem væru ætlaðir ungu fólki, s.s. í Mennta- og Háskólanum á Akureyri.  Þar hefðu margir aðrir flokkar teflt fram yngra fólki, en ekki Vinstri grænir.

Þar eins og á aðra fundi mætti Steingrímur, hleypti engum öðrum að og væri frekar önugur í bragði.

Vildi þessi kunningi minn meina að það sýndi að Steingrímur ætlaði alls ekki að losa um tök sín á flokknum, hann vildi sýna að hann væri enn "flokkseigandinn".

"Líklega endar hann sem fjármálaráðherra, ef fylgi Vinstri grænna heldur þeim hæðum það sem það er í nú", endaði kunningi minn á að segja.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn „fatlaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband