Ráðuneyti í kosningabaráttu?

Fyrrverandi fjármálaráðherra (frá og með deginum í dag) hefur setið undir býsna hörðum ásökunum fyrir að hafa ekki opinberað skýrslu um aflandsfélög tengd Íslandi og Íslendingum sem borist hafið Fjármálaráðuneytinu fyrir kosningar.

Að sumu leyti á þessi gagnrýni fullan rétt á sér og að öðru leyti ekki. Eins og oft  eru fæst málefni svört eða hvít.

Það er hins vegar alveg ljóst að ef ráðuneyti gæfi út skýrslur stuttu fyrir kosningar þar sem ráðstafanir sitjandi ríkistjórnar kæmu út í hagstæðu ljósi, yrði það ekki síður gagnrýnt.

Þá þætti það ljóst að ríkisstjórn væri að nota almannafé til þess að kosta hluta kosningabaráttu sinnar.

Stjórnarandstaðan væri, eðlilega, ekki ánægð með slíkt.

Þetta vandamál er að sjálfsögðu ekki bundið við Ísland.

Þess vegna hafa, td. í Bretlandi, verið sett lög þar sem ráðuneytum er bannað að gefa út skýrslur eða annað efni all nokkrum vikum fyrir kosningar.  Þar um slóðir er það kallað purdah.

Ef til vill væri ekki úr vegi fyrir Alþingi Íslendinga að samþykkja reglur í þá átt.

Þagnartímabil ráðuneyta gæti t.d. verið 4. eða 6 vikur.

 

 


Bloggfærslur 11. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband