Evrópusambandið varla nefnt á nafn, frekar en snara í hengds manns húsi Viðreisnar

Það er í ákaflega eftirtektarvert hvernig flestir þeir lesa hefur mátt um í fréttum að hafi gengið til liðs við Viðreisn, eða hyggi á framboð á vegum flokksins, forðast að nefna Evrópusambandið á nafn.

Þess í stað kjósa þeir að tala um "vestræna samvinnu", eða "alþjóðlega samvinnu".

En Evrópusambandið er í raun hvorugt. Þó að flest ríki þess geti í raun talist vestræn (um það má þó líklega deila), standa mörg vestræn ríki utan þess.

Og Evrópusambandið er ekki alþjóðleg samvinna, heldur samband u.þ.b. helmings ríkja Evrópu.

Ísland er hins vegar aðili að flestum þeim vestrænu og alþjóðlegu samböndum og "samstörfum" sem völ er á.

Sameinuðu þjóðirnar, NATO, Evrópuráðið, ÖSE, Alþjóðabankinn, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, og fleiri og fleiri.

Hvað skyldi það vera sem Viðreisn er að stefna að í "vestrænni" eða "alþjóðlegri" samvinnu sem þeim hefur ekki boðist í öðrum flokkum?

Svari hver fyrir sig hvort þetta sé hin hreinskilnu, opnu og frjálslyndu stjórnmál sem þeir vilja sjá á Alþingi.

 

 


mbl.is Þorgerður og Þorsteinn í Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum eða fáfræði?

Því miður er það allt of algengt í pólítískri umræðu að upphrópunum eins og hér má lesa sé slengt fram:  Hvar eru þessar lækkanir?

Ef aðeins veruleikinn væri svona einfaldur.

Vissulega hefur núverandi ríkisstjórn unnið frábært starf í því að lækka ýmsa toll og gjöld, þó betur megi vissulega gera og sömuleiðis hefur íslenskur efnahagur risið hratt með tilheyrandi styrkingu krónunnar.

En eru þetta einu þættirnir í verðmyndun á innfluttum vörum?

Ég held að flestir geti svarað því að svo sé ekki.

Hvað skyldi til dæmis launakostnaður íslenskra fyrirtækja hafa aukist á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst og gjöld hafa verið lækkuð?

Bæði í gegnum kjarasamninga og svo eins vegna launaskriðs sem eðlilega verður þegar efnahagslífið er þróttmikið og atvinnuleysi næsta lítið.

Skyldi húsnæðiskostnaður íslenskra fyrirtækja hafa aukist á sama tíma?

Er það ekki líklega vegna styrkingar gengisins og niðurfellingar tolla og gjalda sem að verðbólgan sem svo margir áttu von á hefur ekki enn látið á sér kræla?

Það er hins vegar rétt að aukin samkeppni er besta leiðin til að skila betra vöruverði til neytenda. Það má færa ýmis rök fyrir því að hún mætti vera meiri á Íslandi.

En hafa íslenskir stjórnmálamenn staðið vaktina í því að auðvelda og auka samkeppni í landinu? Gera inngöngu á markaðinn auðveldari, dregið úr bákninu og gjöldum til hins opinbera?

Það er heldur ekki ástæða til þess að líta fram hjá því að þegar uppgangur er í þjóðfélaginu og kaupmáttur og eftirspurn eykst, minnkar hvati til verðlækkana. Þannig virkar lögmál framboðs og eftirspurnar.

En það má heldur ekki líta fram hjá því að annar kostnaður getur sífellt verið að aukast, þó að gengi styrkist og gjöld lækki.

Það verður hins vegar ekki hjá því litið að líklega hefur niðurfelling tolla og gjalda ekki getað komið á betri tíma, en þegar annar kostnaður svo sem laun hafa hækkað verulega.

Þannig hefur almenningur fengið umtalsverða kjarabót, í formi aukins kaupmáttar, og ekki síður í því að verbólgan hefur verið með lægsta móti sem skilar sér einnig til almennings í auknum stöðugleika lánaafborgana.

Slíkar fullyrðingar eins og Karl Garðarson slengir hér fram, lykta af lýðskrumi í aðdraganda kosninga, því ég hef enga trú á því að Karl geri sér ekki grein fyrir því að verðmyndun er mun flóknari en hann gefur í skyn með því að auglýsa eftir verðlækkunum.

 

 


mbl.is „Hvar eru þessar lækkanir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband