Slakur "sigur" verðandi forseta

Persónulega tel ég að Guðni Jóhannesson eigi góða möguleika á því að verða forseti allra íslendinga. En þessi könnun sýnir að hann kann að þurfa að leggja sig allan fram þar um. Sem hann vonandi gerir.

Að hann hafi aðeins 52% stuðning í "kosningu" á milli tveggja efstu framjóðenda, eftir að hafa unnið kosningu um embættið sýnir að mínu mati í raun verulega veika stöðu.

Því í slíkri könnun hefur sá sem hefur þegar sigrað, að mínu mati,  all nokkuð forskot, ekki síður en sitjandi forseti.

Það má í raun draga í efa að þegar litið er til fylgishreyfinga og þess að sigurvegari er líklegur til að hafa forskot að verðandi forseti hefði unnið slíka kosningu, hefði hún farið fram.

Það er einnig athyglisvert að all nokkur pólísk skipting virðist vera í stuðningi við verðandi forseta.

Það er því ýmislegt sem bendir til þess að að verðandi forseti eigi all nokkurt starf fyrir höndum, vilji hann sameina þjóðina að baki sér.

 

 

 


mbl.is 52% myndu kjósa Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband