Glæpa-Islam

Það má eiginlega segja að í hvert sinn sem hryðjuverk eru framin, og líklegt þykir að rekja megi þau á einhvern hátt til Islam, heyrum við fullyrðingar um að allt sé þetta múslimum að kenna og svo hitt að þetta hafi ekkert með Islam að gera.

Að mínu mati er hvoru tveggja rangt.

Auðvitað er það hræðileg einföldun að ætla að kenna venjulegum múslimum um voðaverkin, en á hinn vegin er það jafn mikil einföldun að segja að Islam hafi ekkert með þau að gera.

Hryðjuverkin eiga uppruna sinn og rætur í Islam, og þangað sækja þau grundvöll sinn og næringu.

Þða er ekki þar með sagt að að þeir sem aðhyllast hryðjuverk séu hið "eina sanna Islam", enda veit líklega enginn hvað það er. 

Ekki frekar en nokkur veit hver hin eina sanna kristni er.

Slík barátta hefur geysað um aldir, og mun líklega gera svo um ókomna tíð.

En það sem ef til vill er ekki síst vert að gefa gaum og hafa áhyggjur af, er það sem ef til vill mætti kalla "glæpa-Islam", eða það sem hefur verið kallað á enskri tungu "gangster-Islam".

Aftur og aftur virðast dæmin benda til þess að "smáglæpamenn" af "múslímskum" uppruna fremji hryðjuverk.

Eigum við að einblína á að að þeir séu "smáglæpamenn", eða á að þeir séu múslímar?

Frá mínum bæjardyrum séð, er ekki sama hættan á að "smáglæpamenn" sem eru annarar trúar en þeirrar að Múhameð sé "aðal kallinn", gerist hryðjuverkamenn.

Því er frá mínum bæjardyrum rökrétt að segja að Islam hafi eitthvað með hryðjuverkin að gera.

Ekki að að ég viti nokkurn skapaðan hlut um hvernig beri að skilgreian trú þeirra sem fylgja Allah, en það sem ef til vill skiptir ekki síður máli, er að ég veit ekki um nokkurn sem er þess umborinn að segja um hvað er þessi trú, eða hin.

Þess vegna verðum við flest að sætta okkur við að þessi hópur eða annar, segist fylgja þessum trúarbrögðum, eða öðrum.

Alþjóðlegi trúarbragðadómstóllinn hefur að því að ég best veit ekki verið komið laggirnar, og ég efast um að slíkt muni nokkurn tíma gerast.

Þess vegna skiptir það ekki hvað síst máli hvað aðrir sem segjast aðhyllast sömu trúarbrögð segja og hver viðbrögð þeirra eru við hryðjuverkum og voðaverkums sem framkvæmd eru í nafni einhverra trúarbragða.

Hver man til dæmis eftir því að kristnar kirkjur hafi fagnað ódæðisverkum Breivik í Noregi, þó að hann hafi sagst hafa verið kristin? 

Hver man ekki eftir því að hafa lesið um fögnuð ýmissa þeirra söfnuða sem aðhyllast Islam kjölfar voðaverka sem framin hafa verið í nafni Islam.

Það er óþarfi að leita lengra en ódæðisverksins í Nice nú fyrir fáum dögum.

Það líður ekki á löngu áður en "hið Íslamska ríki" lýsir ábyrgðinni á hendur sér.

Nú vitum við ekkert hvort að hið "Íslamska ríki" standi raunverulegu að baki árásinni eður ei.  Um slíkt er erfitt að dæma.

En hver getur dæmt um að að hið "Íslamska ríki" sé hið rétta "Islam" eður ei?

Það er ekker nýtt að trúarbrögð leiti fylgjenda á meðal þeirra sem eru í fangelsi eða "eigi erfitt".

Það er heldur ekkert nýtt að þeir séu jafnvel meira ákafir en þeir sem "snéru þeim". "Nobody is more relegious, than the newly converted".!

En hvernig eig að bregðast við "einmana úlfum", á meðal "glæpa Islam" er nokkuð sem sem líklega erfitt að finna skynsamlegt andsvar við.

 

 


mbl.is Drakk og sást aldrei í moskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband