Er rökrétt að líta svo á að útganga breta úr "Sambandinu" sé kapphlaup?

Mikið hefur verið rætt og skrifað um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi og þá ákvörðun sem þar fékkst, að Bretland skyldi segja sig úr Evrópusambandinu.

Ýmsir hafa furðað sig á því að þeir sem vildu úrsögn hafi verið illa undirbúnir fyrir sigurinn og hiki nú þegar á ríði að knýja fram úrsögn.

Þetta er auðvitað alrangt, en kann vissulega að hljóma vel í eyrum þeirra sem eru svekktir með úrslitin.

Sannleikurinn er auðvitað sá, að í raun var ekki verið að kjósa um ríkisstjórn, eða forsætisráðherra í Bretlandi. Reyndar hafði forsætisráðherra landsins, David Cameron (sem situr enn í embætti) lýst því yfir oftar en en einu sinni að hann hyggðist ekki segja af sér, þó að svo færi að "Brexit" yrði val meirihluta kjósenda. Um að má lesa hér, hér, hér og hér.

Þó að vissulega hafi stuðningsmenn "Brexit" setið ríkisstjórn, þá voru þeir þar í minnhluta og gátu á engan hátt ráðið þar ferðinni.

Það að David Cameron hafi síðan (réttilega að mínu mati) ákveðið að segja af sér og sú staðreynd að ríkisstjórn hans hafi ef til vill ekki undirbúið "Brexit" getur því alls ekki skrifast á þá andsnúnir voru "Sambandinu". Þvert á móti verður það frekar að skrifast á "Sambandssinna", sem fram á síðustu stund voru sigurvissir, og fundu líklega enga ástæðu til að undirbúa brottför Bretlands.

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra voru allir fylgjandi áframhaldandi "Sambandsaðild".  Þeir töldu líklega ekki rökrétt að eyða miklum tíma eða fé í það að undirbúa "brottför", á meðan þeir börðust hart fyrir áframhaldandi aðild.

En það má líka halda því fram að á slíkt hafi í raun verið ákaflega erfitt og í raun vafasamt hvaða tilgangi slíkt hefði þjónað. Hefði breska ríkisstjórnin átt að ráða fjölda sérfræðinga í milliríkjaviðskiptasamningum, áður en atkvæðagreiðslan fór fram?  Hvaða skilaboð hefði það sent?

Staðreyndin er sú að í hönd fara flóknar, erfiðar en mikilvægar samningaviðræður á milli Bretlands og Evrópusambandsins.

Það er erfitt að sjá hvaða tilgangi það þjónar að líta á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem nokkurs konar kapphlaup við tímann, nema þá til að þjóna særðu egói ýmissa embættismanna "Sambandsins".

Það er enda svo að margir þjóðarleiðtogar "Sambandsríkjanna", þar á meðal Angela Merkel, hafa tekið mun skynsamlegar á málinu, en ýmsir embættismannana.

Þeir gera sér einnig grein fyrir því að það eru bretar sem ákveða hvenær þeir segja sig úr "Sambandinu".

Það munu þeir ekki gera fyrr en þeir telja sig tilbúna í samningaviðræður, með sitt lið "skipað í raðir" og markmiðin sett.  Það má sömuleiðis reikna með því að með tímanum nái skynsemin yfirhöndinni og skynsemin verði ofan í hjá Evrópusambandinu, sem á ekki síður mikið undir því en Bretland að "slitin" takist vel og samvinna og vinátta ríki áfram.

Til að setja málið í íslenskt samhengi má ef til vill nefna, að þótt að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hafi verið virk í 3. og hálft ár (þó að raunverulegar viðræður hefi staðið skemur) tókst ekki (sem betur fer) að gera Ísland að aðildarríki "Sambandsins". Í raun voru aðlögunarviðræðurnar komnar tiltölulega skammt á veg.

Í mínum huga telst að bjartsýni að ætla að takist að skilja Bretland frá Evrópusambandinu á 2. árum, og mun því aðeins takast ef beðið verður með úrsögn þangað til góðum undirbúningi er lokið.

En aðalatriðið er heldur ekki að gera slíkt á sem skemmstum tíma, heldur hitt að vandað sé til verksins og báðir aðilar gangi nokkuð sáttir frá borði.

 


mbl.is Sakar útgöngusinna um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband