Velkomin á Evrópska efnahagssvæðið - 25 ára gamlar "falskar fréttir".

Á stundum virðist eins og Íslendingar og íslenskir stjórnmálamenn geri sér ekki nokkra grein fyrir því hvað felist í því að Ísland sé aðili að Evrópska efnahagssvæðinu - EEA/EES.

Meðal annars felst í því að aðilar skrásetttir á svæðinu eru jafn réttháir Íslendingum er kemur að jarðarkaupum og flestum öðrum fjárfestingum.

Það gildir um Jim Ratcliffe, en gilti ekki um Nubo.

Málið er ekki flóknara en það.

Allt er málið eftir lagabókstafnum.

P.S. Þó að það sé málinu ekki skylt, ná lögin um EEA/ESS sömuleiðis yfir  erlendra verkamanna í gegnum starfsmannaleigur, sem gerir það mögulegt að erlendir starfsmenn njóti ekki sömu kjara og innlendir.

Evrópusambandið hefur áhuga á því að breyta slíku, en þær breytingar mæta harðri andstöðu á meðal marga aðildarþjóða þess í A-Evrópu.

En Íslendingar þurfa að gera sér grein fyrir því að aðild að EEA/EES fylgja kostir, en ekki síður gallar.

"Allt fyrir ekkert", var ein af þessum "fölsku fréttum", sem síðan reynist enginn sannleikur búa að baki.

 


mbl.is Ratcliffe fékk en Nubo ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband