Níundi áratugurinn var að hringja og vill...

Fyrir rétt rúmum fjórum árum gerði forseti Bandaríkjanna Barack Obama grín af Mitt Romney frambjóðenda Repúblíkana, með eftirfarndi orðum:

Níundi áratugurinn var að hringja og vill fá utanríkisstefnuna sína aftur, Kalda stríðinu lauk fyrir 20 árum (“[t]he 1980s are now calling to ask for their foreign policy back, because the Cold War’s been over for 20 years.”).

Ástæðan fyrir þessum brandara friðarverðlaunahafa Nobels, Obama var að Romney hafði sagt að helsti "geopólítíski" andstæðingur Bandaríkjanna væri enn þá Rússland.

Þetta þótti hinn besti brandari og öll hin "frjálslynda" pressa gerði mikið úr því að "kaldastríðsfákurinn" Romney væri "frambjóðandi síðustu aldar".

Spólum áfram 4. ár og hin sama "frjálslynda" pressa nær ekki upp í nefið á sér fyrir reiði vegna þess að hún er fullviss um að Rússland hafi barist gegn vonarstjörnu sinni, Hillary Clinton, og líklega komið í veg fyrir að hún yrði forseti Bandaríkjanna.

Ef til vill ekki að undra að slegið hafi á trúverðugleikann.

En líklega kemst 9. áratugurinn aðeins í símann á 4. ára fresti.

 

 


Bloggfærslur 18. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband