Það hlýtur að vera eitthvað að varðandi lambakjötið

Það er skrýtið að lesa að það þurfi 100 milljónir aukalega til að markaðssetja íslenskt lambakjöt í fjarlægum löndum núna.

Að slíkt þurfi nú hlýtur að benda til þess að endurskoða þurfi lambakjötsframleiðslu Íslendinga - frá upphafi til enda. Ef til vill einnig markaðssetninguna.

Ef ég man rétt minnkaði innalandsneysla á lambakjöti (per íbúa) ár frá ári, nokkuð svo lengi sem elstu menn muna (þó að það sé vissulega teigjanlegt).  Engu virðist skipta að metfjöldi ferðamanna streymir til Íslands ár hvert, lambakjötið virðist ekki ná að rísa í sölu.

Því blasir við að annaðhvort hefur neysla "innfæddra" hrunið, eða að ferðamennirnir sem mælast brátt í 2. milljónum, ef marka má spár, hafa lítinn áhuga á lambaketinu. Rétt er að hafa í huga að sá fjöldi erlendra ferðamanna sem fer um Keflavíkurflugvöll er mikið hærri.

Ef ég hef skilið rétt er reiknað með að yfir 6.5 milljón farþegar fari um flugvöllinn á þessu ári.

Vissulega er það svo að með rísandi gengi, er lambakjötið eins og margar aðrar íslenskar afurðir orðnar ansi dýrar.

En ég hygg að þetta sé markaðurinn sem ætti að einblína á.

Þess utan, held ég að einstaklingar sem hafa smakkað íslenskt lambakjöt sem ferðamenn, séu mun líklegri til að láta slík kaup eftir sér, þegar heim er komið, en aðrir.

P.S.  Sjálfur borðaði ég íslenskt lambalæri í gærkveldi. Það er frábær kvöldverður og kitlaði bragðlauka allra viðstaddra, ásamt því að læða fram heimþrá hjá sjálfum mér.

Öndvegis matur og slær öllu öðru lambakjöti við. Ekki keypt í búð hér, heldur kom það með góðum vini mínum sem átti leið hér um.  Komið örfáa daga fram yfir síðasta söludag, en það kom alls ekkert að sök, lungmjúkt og meyrt.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Lambakjötsala í lægð vegna deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband