Svarta Pétri laumað yfir til VG

Það er ekkert undarlegt að illa gangi að færa viðræður 5 flokka frá því að vera "óformlegar" yfir í það að vera "formlegar".  Það þarf óneitanlega að sætta mörg sjónarmið áður en hægt er að ræða málin formlega.

Líklega eru allir væntanlegir þátttakendur að pressa fötin og bursta skóna áður ef koma skyldi til "formlegra" viðræðna.

En það er ljóst að í "forspilinu" hafa hinir flokkarnir sammælst um að lauma Svarta Pétri yfir til Vinstri grænna.

Síðast var það Viðreisn að "kenna" að ekki var haldið áfram, en nú virðast flestir vera á þeirri skoðun að það sé VG að kenna, ef ekki tekst að færa umræðurnar á "formlegt" stig.

Það setur nokkra pressu á Vinstri græn.

Annars vegar eiga þeir kost á því að sitja uppi með Svarta Pétur.  Hins vegar að viðurkenna að það gefist betur að Píratar leiði samstarf þessara 5 flokka heldur en þau sjálf.

Hvorugur kosturinn er góður, allra síst fyrir formann Vg, Katrínu Jakobsdóttur.

 


mbl.is Telja VG vera vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband