Vantraust samþykkt á forsætisráðherra Eistlands

Í dag samþykkti eistneska þingið (Riigikogu) vantraust á forsætisráðherra landsins, Taavi Rõivas.

Vantraust var samþykkt með 63 atkvæðum gegn 28 (10 voru fjarverandi) en 101 eiga sæti á þinginu.

Nær öruggt er talið að ný ríkisstjórn verði mynduð á allra næstu dögum. Í henni munu sitja tveri af þeim flokkum sem mynduðu ríkistjórn með Umbótaflokknum, þ.e. Sósíaldemókratar og Föðurlands og lýðveldisfylkingin. En í stað Umbótaflokksins muni Miðflokkurinn sæti í stjórninni og jafnframt muni Jüri Ratas formaüur flokksins taki við sem forsætisráðherra.

All nokkur órói hefur verið í eistneskum stjórnmálu undanfarnar vikur, en þessi breyting þykir sveigja ríkisstjórnina verulega til vinstri.

Miðflokkurinn sækir fylgi sitt ekki síst til rússnesku mælandi minnihlutans í Eistlandi, en tengsl hans við flokk Pútins, hafa í gegnum tíðina valdið mörgum Eistlendingum áhyggjum. Þau tengsl þykja þó hafa dofnað með kjöri Ratas sem formanns.

 

 

 


Sameining Viðreisnar og Bjartrar framtíðar?

Skynugir bisnessmenn vita að stundum tekur það hreinlega of langan tíma að byggja upp markaðshlutdeild. Þá getur verið gott að taka yfir eða sameinast öðrum fyrirtækjum.

Að slíkt sé yfirfært á pólítík er engin nýlunda. Sem dæmi um samruna má nefna Alþýðubandalagið og Samfylkinguna.  Fyrsti samruninn í íslenskri pólítík er svo líklega Sjálfstæðisflokkurinn.

Það hefur verið býsna áhugavert að fylgjast með samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hvort að það endar með "yfirtöku" eða sameiningu á svo eftir að koma í ljós.

En það er ljóst að náið samstarf þeirra í stjórnarmyndunarviðræðum hefur vakið athygli og að einhverju marki gefið þeim sterka stöðu, þó að það kunni vissulega að breytast, og við eigum eftir sjá hvort það endist.

Það er líklega býsna margt sem mælir með sameingu þessara flokka. Það er ekki himin og haf á milli stefnumálanna, þó að líklega teljist Viðreisn all nokkuð lengra til hægri. Kjósendahópurinn er líklega ekki mjög ólíkur. Krafan um "Sambandsaðild" er svo líklega stærsta sameiningarmálið.

4ja manna þingflokkur Bjartrar framtíðar á erfitt með að manna nefndir, en sameinaður þingflokkur væri í einni svipan orðinn næst stærsti þingflokkurinn (gæti meira að segja gert kröfu til "græna herbergisins" sem svo margir líta hýru auga) sem myndi gjörbreyta stöðunni, fyrir báða flokka, á augabragði.

Það yrði býsna sterk staða. Það myndi líka breyta því fyrir Viðreisn, að í einu vettfangi væri flokkurinn kominn með sveitarstjórnarflokk, sveitarstjórnarmenn víða um land og væri í meirihlutasamstarfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

Stærri og sterkari flokkur ætti líka að auðvelda uppbyggingu flokksstofnana fyrir báða flokka.

En auðvitað er sameining ekki sjálfgefin og líklega eru skiptar skoðanir á því hvort hún yrði til bóta.

Lauslegt samstarf getur einnig verið árangursríkt. Það gefur möguleika á að fleiri raddir heyrist, tveir formenn, tveir þingflokksformenn (sem einnig gefur fleiri einstaklingum vegtyllur og hærri laun) og svo má lengi telja.

En sé litið til framtíðar, er líklega stærsta spurningin um hvað það kostar og hvað þarf til að halda utan um og reka tvo stjórnmálaflokka, halda utan um baklandið og þróa stefnumálin og baráttusveitirnar.

Þar kemur "samlegðin" í ljós, bæði í viðskiptum og stjórnmálum.


mbl.is Boltinn er hjá Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband