Það kemst enginn til valda á hugsjónunum einum saman: Flokkurinn sem hafði öll völd í hendi sér - í skoðanakönnunum

Það fylgir engin ábyrgð því að vera lang stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum. En það getur fylgt því mikil gleði og reyndar margar hættur.

Stærsta hættan er að viðkomandi flokksmenn flytji inn í þær "skýjaborgir" sem skoðanakannanir reisa og telji sig svo gott sem hafa völdin í hendi sér.

Stórir flokkar þurfa vissulega að gera málamiðlanir, en yfirleitt ekki jafn miklar og þeir smærri.

Stórar hugsjónir og miklar breytingar eru nokkuð sem er erfitt fyrir smærri flokka að halda í og koma í framkvæmd.

Það má eiginlega segja að í því felist ákveðinn "pólítískur ómöguleiki".

Flokkar geta þurft að gefa mikið eftir, hliðra til og gefa eftir stefnumál, jafnvel svíkja kosningaloforð. 

Ef þeir vilja komast til valda.

En það eru einmitt völdin sem þarf til að gera breytingar. Og ef deila þarf völdunum með öðrum, þarf að sætta sig við minni skref, eða jafnvel að breyingunum sé slegið á frest.

Það hefur oft verið sagt á undanförnum vikum að pólítík sé list hins mögulega. En hún snýst líka um að gera sér grein fyrir því að eitthverju geti verið ómögulegt að hrinda í framkvæmd.

Það er hinn fyrrnefndi "pólítíski ómöguleiki".

Og allt er þetta í "spegilmyndum". Sumir Píratar segja að þeir trúi því ekki að hugsanlegir samstarfsflokkar þeirra láti ríkisstjórnarmyndun stöðvast á því að Píratar vilji að ráðherrar séu utan þings.

En hví skyldu Píratar með sína 10 þingmenn, gera það að úrslitaatriði, ef hinir 24. þingmennirnir sem mundu standa að ríkisstjórninni eru á móti því? Hví skyldu Píratar láta það stöðva stjórnarmyndun?

Fyrir kosningar bar nokkuð á því að Píratar töluðu sem "kingmakers" og smjaður sumra þingmanna annarra flokka hefur líklegast ýtt undir það.

En raunveruleikinn eftir kosningar er annar.

Píratar eru nú einn af fimm flokkum sem ræða ríkisstjórnarmyndun. Ekki sá stærsti. Þar kemur eðlilega upp sú staða að velja þarf á milli valda og áhrifa og prinsippa og kosningaloforða.

Það má leyfa sér að álykta að þetta verði ekki í eina skiptið, og líklegt að slíkt komi upp í málum sem yrðu jafnvel ekki getið í stjórnarsáttmála, en "kæmu upp" síðar á kjörtímabilinu.

Píratar hafa starfað í íslenskum stjórnmálum um nokkurt skeið.

Það má ef til vill segja að þeir séu að stíga sín fyrstu skref í "alvöru pólítík".

Þar þykir oft "hált á svellinu", eins og sagt er.

 

 


mbl.is Deilt um „pólitískan ómöguleika“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband