Þið talið bara við Brussel: Hafa Íslendingar hug á að hegna helsta viðskiptalandi sínu?

Það er hárrétt hjá Lilju Alfreðsdóttur að þau gerast ekki mörg stærri utanríkismálin en að halda vel á spöðunum fyrir Ísland, vegna fyrirhugaðrar úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu.

Á sama tíma tala "Evrópusambandshaukar" um nauðsyn þess að refsa Bretlandi fyrir að voga sér að ætla að yfirgefa hinn hátimbraða selskap.

Það sé nauðsynlegt að sýna þeim ítrustu hörku og "láta þá finna fyrir því". Engu skiptir þó margt bendi til þess að "Sambandið" og einstök aðildarríki þess geti farið mun verr út úr slíkri hörku en Bretland.

En skyldu Íslendingar vera almennt þeirrar skoðunar að þeir vilji taka þátt í því að hegna einu af sínum helstu viðskiptalöndum?

(Ég veit að Íslendingar vildu gjarna ná í skottið á Gordon Brown og Verkamannaflokknum, en sem betur fer eru þeir ákaflega áhrifalitlir í breskum stjórnmálum nú um stundir).

En stóra spurningin er vilja Íslendingar taka þátt í því að hegna Bretum og setja enn meiri óvissu um framtíð viðskipta okkar við þá?

Ég myndi svara þeirri spurningu neitandi. Og ef Íslendingar gera það almennt ætti flestum skynsömum mönnum að vera ljóst að það að sækja um aðild að Evrópusambandinu, að endurvekja dauðu umsóknina, eða jafnvel að greiða atkvæði um hvort að Íslendingar vilji að aðildarviðræður "hefjist að nýju" gerir það að verkum að Bretar hafa ekkert við Íslendinga að ræða. 

Í það minnsta ekki fyrr en Íslendingar hefðu sagt nei við frekari aðildarviðræðum. Ef það yrði niðurstaðan.

Eru skilaboðin sem Íslendingar og íslenskir stjórnmálamenn vilja senda til Breta:  Þið talið bara við Brussel?

Æ fleiri, ekki síst á vinstri væng íslenskra stjórnmála, sjá hvað mikið feigðarflan aðildarumsókn að "Sambandinu" er við þær kringumstæður sem uppi eru nú, á Íslandi, í Evrópusambandinu og umheiminum öllum.

En samt eru meirihluti þeirra flokka sem nú sitja og ræða hugsanlega tilurð 5 flokka vinstri stjórnar með það á stefnuskránni að halda áfram með hinar strönduðu aðlögunarviðræður.

Sumir líta á það sem eitt af sínum helstu stefnumálum eða jafnvel tilgang.

Persónulega held ég að Íslendingar hafi ekki "efni" á því að hafa slíka flokka við stjórnvölinn nú.

Ja, nema auðvitað að þeir ákveði að hugsa fyrst og fremst um þjóðarhag og fari að svíkja kosningaloforð.

 

 


mbl.is Eitt stærsta utanríkismálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband