Eru alþingismenn launalegir eftirbátar verkalýðsforystunnar?

Nú er fátt rætt af meiri þrótti en launamál alþingismanna og nýfallinn úrskurður kjararáðs.  Engin leið er að segja annað en að launahækkunin sé mikil. Verkalýðsforkólfar og margir aðrir hafa farið "hamförum á sviðinu", ef svo má að orði komast.

En við hverja á að miða þegar laun alþingismanna eru ákvörðuð?

Maður sem að alla jafna hefur reynst mér góð og sönn uppspretta upplýsinga sendi mér póst í dag og sagði mér að þrátt fyrir ríflega launahækkun, væru laun alþingismanna enn lægri en þekktist t.d. í "verkalýðsforingjageiranum".

Þannig séu laun t.d. forseta ASÍ mun hærri en þingfararkaup.

Skyldi það vera rétt?

Hver skyldu vera laun annarra verkalýðsforingja?

Er eitthvert "kjararáð" starfandi í verkalýðsfélögunum?

Hver ætti nú "goggunarröðin" hvað varðar laun að vera?  Ættu alþingismenn að vera með hærri laun en verkalýðsforingjar, eða öfugt?

Hvað finnst þér.


mbl.is „Meðlimir kjararáðs eru ekki vont fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eiga Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sameiginlegt?

Gamall kunningi minn spurði mig þessarar spurningar yfir netið:   Hvað eiga Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sameiginlegt?

Þó að sjálfsagt megi finna ýmislegt fannst mér þó það ekki liggja í augum uppi. Eftir að ég viðurkenndi að hafa ekki svarið kom það um hæl.  Þeir hafa báðir haft 6 formenn á þessari öld.

 

 

 


Bloggfærslur 2. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband