3, 4 eða 5?

Það verður fróðlegt að sjá og heyra hvernig viðræður á vinstri vængnum (-/+ Viðreisn) koma til með að ganga.

Persónulega hef ég ekki svo mikla trú á því að það verði málefnin sem hugsanlegt stjórnarsamstarf muni stranda á.  Það er ekki svo langt á milli vinstri flokkanna þar og ef Viðreisn er reiðubúin til að standa með flestum vinstri lausnunum til að mjaka draumnum um "Sambandsaðild" örlítið áfram verða vandmálin ekki þar.

Ég held að stóra spurningin verði um traust. Hvort að leiðtogar og einnig þingmenn þessara flokka beri traust til hvors annars. Þar held ég að geti orðið vöntun, ef ekki hreinlega skortur.

Síðasta vinstri stjórn innhélt aðeins tvo flokka og samt gekk kattasmölunin erfiðlega. Sú stjórn var í raun minnihlutastjórn síðari hluta þess kjörtímabils.

Sumir þeirra flokka sem nú vilja standa að vinstri stjórn hafa tekið upp flest ósættis mál þeirrar ríkisstjórnar upp á arma sína.

Það getur því orðið erfitt að ná tilskyldu trausti svo að hægt verði að horfa með bjartsýni til 4ja eða 5 flokka ríkisstjórnar.

Sjálfsagt sjá einhverjir nú eftir því að hafa ráðist jafn harkalega á Bjarta framtíð og formann hennar, vegna viðræðna við Sjálfstæðisflokk.

Slíkt "skítkast" á það til að hafa býsna víðtæk og löng áhrif, sérstaklega ef "skíturinn berst í viftuna".


mbl.is Katrín vill mynda fjölflokkastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband