Frambjóðendur, titlar og menntun

Enn á ný er hafin mikil umræða á Íslandi um menntun og titla einhvers frambjóðanda. Sitt sýnist hverjum eins og vonlegt er.

Auðvitað skiptir meginmáli hvað frambjóðendur segja og gera, frekar en hver menntun þeirra er.  En það verður þó ekki framhjá því litið að auðvitað skiptir máli að frambjóðendur segi sannleikann á þessu sviði, jafnt sem öðrum.

Sé sannleikurinn ekki í hávegum hafður, vekur það efasemdir um trúverðugleika frambjóðendans.

Ég ætla ekki að dæma neitt um sannleiksgildið í þessu öllu saman, í hvoruga áttina, þau orð frambjóðandans að honum þætti skrýtið að verið væri að vekja athygli á þessu stuttu fyrir kosningar fengu mig til að hlægja.

Ég man ekki betur en að menntunarmál og titlar frambjóðanda hafi verið sérstakt áhugamál margra vinstrimanna fyrir síðustu og þar síðustu kosningar.

Slíkt ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart nú.

 

 


Hefur Evrópusambandið gert sinn síðasta fríverslunarsamning?

Enn er fríverslunarsamningur "Sambandsins" við Kanada ekki í höfn, og í raun stór spurning hvort að yfirhöfuð verði nokkuð úr honum.

Fullyrt er að enn sé unnið bakvið tjöldin í því að reyna að "bera fé og aðra "greiða"" á Wallóna, til þess að reyna að fá þá til að ljá samningnum samþykki sitt.  En allt kemur fyrir ekki.

Ef ekkert verður af samningum, þykir það gríðarlegt högg fyrir "Sambandið", viðskipta og utanríkisstefnu þess.

Reyndar hafa ýmsir sagt, þar á meðal Tusk, forseti Leiðtogaráðs "Sambandsins", að verði þessi samningur ekki samþykktur hafi Evrópusambandið gert sinn síðasta viðskiptasamning, alla vegna um langt skeið.

Það er í sjálfu sér ekki ólíklegt, enda vandséð að mörg ríki vilji eyða löngum tíma og dýrmætum starfskröftum (samningar við Kanada hafa staðið yfir í kringum 7 ár) í að semja við "Samband" sem ekki getur staðfest samninga.

Það verður heldur ekki séð að slíkar samningaviðræður, sem síðan yrði hafnað, væru "Sambandinu" til framdráttar.

Enn og aftur er þarft að benda Íslendingum á að það er nákvæmlega engin skynsemi í því fólgin að "múra" Ísland innan Evrópusambandsins og tollmúra þess, allra síst nú þegar útlit er fyrir að stærsta einstaka viðskiptaland Íslendinga sé á leiðinni út.

P.S. Einstaka "samæriskenningasmiðir vilja svo meina að það sé "harðlínumönnum" sem vilja hegna Bretum eins grimmilega og kostur er, ekki svo mjög á móti skapi að samningurinn við Kanadamenn nái ekki í gegn. Eini aðilinn sem hefði getað komið í veg fyrir það á "trúverðugan" hátt hafi einmitt verið frönskumælandi Belgar.

"Samsæriskenningasmiðirnir" segja að hefði samningurinn við Kanadamenn gengið í gegn, væri nær útilokað fyrir "Sambandið" að verja að bjóða Bretum ekki jafn góðan, eða betri samning. En æ meira útlit er fyrir "glerhart Brexit".

 


mbl.is Hafna „úrslitakostum“ ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband