Tjáningarfrelsi, Vinstri græn, Sovétríkin og kommúnisminn

Það hefur vakið all nokkra athygli í "netheimum" að einstaklingur sem er víst gjaldkeri Vinstri grænna bakaði köku með hamri og sigð, gömlu tákni Sovétríkjanna og "alheimskommúnismans".

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ýmsum þótti það miður þekkileg iðja, enda Sovétríkin sálugu með afar vafasamt orðspor þegar kemur að mannréttindum, fjöldamorðum, ofsóknum og yfirgangi og voru í raun rekin sem eitt stórt fangelsi þegnanna.

Þó að hér og þar hafi kommúnistaflokkar (og tákn tengd þeim) verið bannaðir er ég ekki sammála slíkum aðgerðum, ég styð frelsi jafnt félaga í Vinstri grænum sem og annara til að vegsama kommúnismann og tákn hans.

En hitt er svo allt annað mál hvort að ég vijli að slíkir einstaklingar eða samtök komist til vegs og virðingar, eða eigi sæti á löggjafarsamkundum.  Persónulega kæri ég mig ekki um slíkt og vonast til þess að sem flestir séu sammála mér, en geri mér grein fyrir að svo er þó ekki um alla.

Það er líka jákvætt að tjáningarfrelsi sé það sterkt á Íslandi að einstaklingar geti bakað köku með tákni einhverrar mestu ógnarstjórnar sem fyrir hefur fundist, stjórnar sem hafði það sama tjáningarfrelsi að engu og fótum tróð það á hverjum degi sem og frelsi þegna þegna sinna.

En værum við einhverju bættari ef það væri bannað að birta myndir af táknmyndum Sovétríkjanna og kommúnismans?  Væri Ísland betri staður ef lögreglan væri nú á leiðinni til að handtaka gjaldkera vinstri grænna og færa hana til yfirheyrslu?

Ég segi nei.

En ég vona að að Vinstri græn velti því fyrir sér næst þegar hugmyndir vakna í þeirra röðum að þörf sé á banni á hinu eða þessu, að þrátt fyrir að "kommakakan" hafi ef til vill verið smekklaus, hafi hún þrátt fyrir það bragðast ágætlega.

Og svo komi tjáningarfrelsið ef til vill líka upp í huga þeirra.

 


Hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja tengja gjaldmiðil landsins við "spilaborg eurosins"?

Það er merkilegt að um leið og æ fleiri íslenskir stjórnmálaflokkar virðast hrífast af euroinu og vilja tengja gjaldmiðil landsins við euroið, eða jafnvel taka það upp sem gjaldmiðil, eru þeir æ fleiri víðsvegar í Evrópu sem lýsa þeirri skoðun að euroið sé ekki á vetur setjandi.

Á Íslandi eru hins vegar stofnaðir stjórnmálaflokkar með það að meginmarkmiði að ganga í Evrópusambandið og að fasttengja gengi íslensku krónurnar við "spilaborg eurosins".

Og líkingin spilaborg er fengin frá Otmar Issing, Þýskum hagfræðingi sem er einn af "arkitektum" eurosins.  Hann var nýlega í viðtali við tímaritið "Central Banking", sem ég hef reyndar ekki aðgang að, en mátt hefur lesa tilvitnanir í viðtalið víða um netið.

Í viðtalinu segir herr Issing m.a.:

"But the current situation has emerged as part of a slippery slope that the ECB has been drawn down, making it ‘the only game in town'. There is no easy way for it to get out. And the exit will become increasingly difficult, while at the same time the ECB is undermining its role as an independent central bank. Take the May 2010 decision [about the Greek debt crisis].

 "It was clear over the weekend that if nothing happened by Monday, there might be turmoil in financial markets. It was obvious Greece could not meet its payments. Finance ministers were unable to deliver a solution. So the ECB was put in a lose-lose situation. By not intervening in the market, the ECB was at risk of being held responsible for a market collapse. But by intervening, it would violate its mandate by selectively buying government bonds – its actions would be a substitute for fiscal policy. The ECB had respectable arguments to intervene.

...

"Realistically, it will be a case of muddling through, struggling from one crisis to the next one. It is difficult to forecast how long this will continue for, but it cannot go on endlessly. Governments will pile up more debt – and then one day, the house of cards will collapse."

...

"An exit from quantative easing policy is more and more difficult, as the consequences potentially could be disastrous,’ he said. ‘The decline in the quality of eligible collateral is a grave problem.

The ECB is now buying corporate bonds that are close to junk, and the haircuts can barely deal with a one-notch credit downgrade."

Otmar Issing telur að euroið eigi ekki möguleika á því að standast til langframa án þess að til pólítískrar sameiningar Euroríkjanna komi.  Það er svipað og margir hafa sagt áður, reyndar hafa slík varnaðarorð verið viðhöfð frá því að euroið var enn á hugmyndastig.

En vandamálið er að það er enginn vilji til pólítískra sameiningar á Eurosvæðinu, nema hjá litlum hópi stjórnmálamanna og ég hygg að enginn þori að leggja í "söluferð" til kjósenda með þann boðskap.

Því er haldið áfram frá "krísu til krísu" og reynt að klípa meira og meira af sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti þjóðana með ógegnsæum hætti.

En hvers vegna íslenskir stjórnmálaflokkar leggja svo mikla áherslu á upptöku euros (með inngöngu í "Sambandið" og/eða tengingu við það á þessum punkti er mér illskiljanlegt.

En ef til vill er það eins og með svo marga aðra everópska stjórnmálamenn, að þeir hafa bundið svo mikið af "pólítísku kapitali" sínu í euroinu og "Sambandinu" að þeim er það um megn að lýsa efasemdum um "töfralausnina".

 


Stjórnmálamenn og "gamlar syndir"

Persónulega finnst mér alltaf hálf hjákátlegt þegar dregnar eru fram einhverjar gamlar syndir stjórnmálamanna og látið eins og það skipti einhverju höfuðmáli í núverandi baráttu.

En það sem mér þykir þó oft athyglisvert og hef gaman af, er að sjá hvernig þeir bregðast við og svara "uppljóstrununum".

Því oftast nær er engin ástæða til þess að skammast sín fyrir fortíðina í flestum tilfellum spilar hún ekki mikla rullu í því hver einstaklingurinn er í dag.

Sem betur fer hafa flestir stjórnmálamenn ekki unnið skipulega að framboði sínu frá barnæsku og því má finna hjá flestum þeirra eitt og annað "heimskulegt athæfi" sem ef til vill rímar ekki við stöðu þeirra eða skoðanir nú.

Í mínum huga er það fyllilega eðlilegt og gerir þá í raun aðeins mannlega, sem er, eins langt og mitt nef nær, eftirsóknarverður eiginleiki.

En það sem skiptir þó miklu máli er hvernig einstaklingarnir bregðast við.  Hvernig taka þeir á gömlu syndunum.

Þar gefst líklega alltaf best að segja einfaldlega sannleikann og ef að sannleikurinn er ef til vill ekki fellur beint að "pólítískum rétttrúnaði" dagsins, þá er best að tala um breytta tíma og breyttan einstakling.

Tímarnir breytast og mennirnir með og það gildir einnig um kringumstæðurnar.

Þannig fannst mér hálf hlægilegt að lesa um "byssugleði Smára McCarthy" í Viðskiptablaðinu í gær.

Ég get ekki fundið beina tengingu við kosningabaráttuna á Íslandi árið 2016, þó að Smári hafi skemmt sér við að "freta" örlítið úr Kalashnikov í Afghanistan einhverntíma í fyrrndinni.

Ég reikna reyndar með að ef mér yrði boðið upp á slíkt þá myndi ég þyggja það (þó ég myndi ef til vill ekki leggja stóra lykkju á leið mína), því AK-47 er óneitanlega partur af sögunni og hefur haft meiri áhrif á hana en marga grunar.

En eins og oft áður eru það svörin sem vekja meiri athygli mína en "ávirðingarnar", því persónulega get ég ekki séð að um neinar "ávirðingar" sé að ræða.

Á myndunm sem Viðskiptablaðið birtir sést Smári skjóta af skammbyssu og tveimur mismunandi tegundum af hríðskotabyssum.  Hann segir þetta hluta af námskeiði í sjálfsvörn, sem starfsmenn fyrirtækisins sem hann vann hjá hafi þurft að standa klárir á.

Ekki ætla ég að draga það í efa, en ég verð að viðurkenna að mér þykir það þó örlítið ólíklegt að starfmennirnar hafi haft innan seilingar og þurft að vera reiðubúnir til að grípa til skammbyssu og tveggja mismundi tegunda af hríðskotabyssum.

Það hefði alla vegna verið mun auðveldara þjálfunarlega séð, ef aðeins væri um eina tegund að ræða.

 

 


Bloggfærslur 18. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband