Færsluflokkur: Evrópumál

Eystrasaltsríkin opna sín á milli þann 15. maí

Tilkynnt hefur verið að íbúar Eystrasaltsríkjanna geti ferðast óhindrað á milli ríkjanna þriggja frá og með 15. maí næstkomandi.

Enginn krafa verður um sóttkví en allir eru hvattir til að fara varlega, fara eftir reglum, halda fjarlægð og vera með grímu ef svo ber undir.

Forystumenn ríkjanna tala um að næstu skref gætu orðið að bjóða Finnlandi og Póllandi að að taka þátt í "ferðafrelsissvæðinu".

Öll löndin 5. hafa komið þokkalega undan Kórónuveirunni hingað til.

Eistland mun einnig slaka á takmörkunum á ferðum til Finnlands þann 14. maí, en takmarkanir verða enn þá í gild.

Boðið verður upp á skimanir um borð í ferjum á á milli Tallinn og Helsinki.

Það er ekki ólíklegt að við sjáum fleiri sambærilega tilkynningar á næstunni.  Öll ríki eru að leita leiða til að koma efnahagslífinu í gang auka viðskipti og ferðalög.

Samgöngur á milli svæða þar sem veiran hefur verið hamin, eru álitin hæfileg fyrstu skref.

 

 

 

 


Fjarfundur Öryggisráðsins sýndur beint á YouTube. En hollt er öllum að lesa yfirlýsingu Mið- og Austur-Evrópu þjóða

Það er vert að minnast þess að heimstyrjöldinni síðari lauk, hvað Evrópu áhrærði fyrir 75. árum.  Margar þjóðir heims höfðu fært ótrúlegar fórnir til þess að sigra Þjóðverja. Mannfall hafði víða verið í einu orði sagt hrikalegt. 

Þjóðir Mið- og Austur Evrópu urðu sumar sérstaklega illa úti og þurftu að þola sitt á hvað hernám Sovétríkjanna og Þýskalands.

En það er líka vert að minnast þess að mannfalli þeirra eða hörmungum lauk ekki fyrir 75. árum.  Hernámið varði miklu lengur.  Fast að 50. árum til víðbótar og hundruðir þúsunda til víðbótar töpuðu lífinu eða heilsunni í fangelsum og fangabúðum Sovétríkjanna. Lestarteinar Mið- og Austur Evrópu hættu ekki að flytja fólk í dauðann þó að Þjóðverjar hafi verið sigraðir.

Því birti ég hér yfirlýsingu frá mörgum þjóðum Mið- og Austur Evrópu ásamt Bandaríkjunum.  Ég veit ekki hvers vegna önnur ríki Evrópubandalagsins taka ekki þátt í yfirlýsingunni, en vissulega væri fróðlegt að komast að slíku.

"7. May 2020
 

We pay tributeJoint statement by the U.S. Secretary of State and the Foreign Ministers of Bulgaria, the Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Romania, Slovakia, and the United States ahead of the 75th anniversary of the end of the Second World War

Marking the 75th anniversary of the end of the Second World War in 2020, we pay tribute to the victims and to all soldiers who fought to defeat Nazi Germany and put an end to the Holocaust.

While May 1945 brought the end of the Second World War in Europe, it did not bring freedom to all of Europe. The central and eastern part of the continent remained under the rule of communist regimes for almost 50 years. The Baltic States were illegally occupied and annexed and the iron grip over the other captive nations was enforced by the Soviet Union using overwhelming military force, repression, and ideological control.

For many decades, numerous Europeans from the central and eastern part of the continent sacrificed their lives striving for freedom, as millions were deprived of their rights and fundamental freedoms, subjected to torture and forced displacement. Societies behind the Iron Curtain desperately sought a path to democracy and independence.

The events of 1956, creation and activities of the Charter 77, the Solidarity movement, the Baltic Way, the Autumn of Nations of 1989, and the collapse of the Berlin Wall were important milestones which contributed decisively to the recreation of freedom and democracy in Europe.

Today, we are working together toward a strong and free Europe, where human rights, democracy and the rule of law prevail. The future should be based on the facts of history and justice for the victims of totalitarian regimes. We are ready for dialogue with all those interested in pursuing these principles. Manipulating the historical events that led to the Second World War and to the division of Europe in the aftermath of the war constitutes a regrettable effort to falsify history.

We would like to remind all members of the international community that lasting international security, stability and peace requires genuine and continuous adherence to international law and norms, including the sovereignty and territorial integrity of all states.

By learning the cruel lessons of the Second World War, we call on the international community to join us in firmly rejecting the concept of spheres of influence and insisting on equality of all sovereign nations."

Á vef Eistneska utanríkisráðuneytisins má einnig lesa stutta viðbót frá Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands.

"Foreign Minister Urmas Reinsalu said. “Manipulating the historical events that led to the Second World War and to the division of Europe in the aftermath of the war constitutes a regrettable effort to falsify history.”

The ministers who joined the statement would like to remind all members of the international community that lasting international security, stability and peace requires genuine and continuous adherence to international law and norms, including the sovereignty and territorial integrity of all states.
By learning the cruel lessons of the Second World War, the ministers call on the international community to firmly reject the concept of spheres of influence and insist on the equality of all sovereign nations."" 

Að lokum vil ég vekja athygli þeirra sem kunna að hafa áhuga á fjarfundinum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að hann verður í beinni útsendingu á YouTube.

Þá útsendingu má finna hér.  Eftir því sem ég kemst næst hefst fundurinn kl. 14:00 í dag að Íslenskum tíma.

 

 

 

 

 


mbl.is Minnast 75 ára frá stríðslokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið beygir sig undir ritskoðun Kínverja á blaðagrein embættismanna sinna

Það hefur verið rætt nokkuð um aukin þrýsting Kínverja á stjórnvöld annarra ríkja og jafnvel hótanir upp á síðkastið.

Oft tengist það umfjöllun um Kórónuveiruna.

Ég bloggaði um slíkt fyrir stuttu undir yfirskriftinni: "Að þóknast Kínverjum".

Nú er enn eitt dæmi um slíkt komið upp.

Evrópusambandið sættir sig við og ver að grein sem sendiherrar þess skrifuðu og birtist í Kínverskum miðli, hafi verið ritskoðuð af Kínverskum yfirvöldum.

Greinin er skrifuð til að minnast 45 ára afmælis stjórnmálasambands Kína og Evrópusambandsins.

Hér má finna greinina á vef Eistneska sendiráðsins. 

Hér er greinin eins og hún birtist á vef China Daily, sem lýtur stjórn Kínverskra stjórnvalda.

Munurinn liggur í 4. málsgreininni.

Á vef Eistneska sendiráðsins segir:  But the outbreak of the coronavirus in China, and its subsequent spread to the rest of the world over the past three months, has meant that our pre-existing plans have been temporarily side-tracked as both the EU and China are fully mobilised to tackle what has now become a challenge of truly global proportions.

Á Kínversku vefsíðunni segir: But the outbreak of the coronavirus has meant that our pre-existing plans have been temporarily side-tracked as both the EU and China are fully mobilized to tackle what has now become a challenge of truly global proportions.

Auðvitað má segja að þetta sé smáatriði, rétt eins og sígarettan hans Bubba.

En það er ekkert smáatriði í mínum huga þegar ríki, eða ríkjasambönd beygja sig undir ritskoðunarvald annar ríkis.

Rétt eins og með sígarettuna boðar það ekkert gott fyrir framtíðina.

Þegar skoðanir og sagan er ritskoðuð er það ekki smá mál í mínum huga.

Evrópusambandið fær bæði lof og last í þessu máli.  Lof fyrir að hafa þó hugrekki til þess að birta upprunalega bréfið á vefum sendiráða sinna, last fyrir að beygja sig undir ritskoðunarvald Kínverska kommúnistaflokksins.

Enn fremur fá forsvarsmenn "Sambandsins" last fyrir að reyna að verja þær gjörðir sínar.

Hér má lesa frétt Deutsche Welle um málið.

Svona til að reyna að slá á léttu nóturnar í lokin, má velta því fyrir sér hvort að það flokkist ekki undir "upplýsingaóreiðu" að birta svona tvær útgáfur af sömu greininni?

En ef til vill verður þetta tekið fyrir hjá "starfshópnum".

 

 


Það er alltaf rétti tíminn til að ræða málin

Ég get ekki tekið undir með Birgi Ármannssyni að að ekki eigi að ræða þessi mál eða hin. Það er hins vegar rétt hjá honum að það er umdeilanlegt hvort að það sé hjálplegt.

Vissulega gefst best við erfiðar aðstæður að einbeita sér að aðalatriðunum.  En það kunna líka að vera skiptar skoðanir um hver aðalatriðin eru.

Ég er sammála því að að á sínum tíma var ekki ástæða til að keyra í gegn um Alþingi aðildarumsókn að Evrópusambandinu.  Mér hefur sýnst að æ fleiri séu þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðsla hefði t.d. verið æskilegri.

En það breytir því ekki að fjöldi þingmanna (og Íslendinga) taldi þetta vera eitt af aðalatriðunum til að lyfta efnahag Íslendinga.

Einstaka þingmenn sögðu það eitt að sækja um væri töfralausn.

Sjálfsagt eru líka til þingmenn (og Íslendingar) sem telja það nú, ef ekki töfralausn, í það minnsta bestu lausnina á efnahagsvanda Íslendinga undir núverandi kringumstæðum. Eða mikilvægan part af lausninni.

Ég er ekki þeirrar skoðunar, en það breytir ekki því að slíkar hugmyndir eru til staðar og því þörf á að ræða þær.

Það er líklegt að einhverjir flokkar fari enn á ný með það sem eitt sitt helsta stefnumál í næstu kosningum, að hafnar verði aðlögunarviðræður við Evrópusambandið.

Það er eins með stjórnarskrárbreytingar.  Án efa eru verulega skiptar skoðanir um hve mikið liggur á, eða hve þörf er á miklum breytingum.

Fáa hef ég heyrt kvarta undan því að Alþingi hafi verið of önnum kafið upp á síðkastið.

En það er býsna algeng skoðun að best að sé að umbylta í kreppum.  Sérstaklega hjá þeim sem vilja færa aukið vald til stjórnvalda, auka miðstýringuna.

Athygli almennings er þá gjarna á öðrum hlutum.

En það er rétt að mínu mati að mál tengd Kórónufaraldrinum og efnahagsaðgerðum tengt honum hafi algeran forgang í störfum Alþingis.

En að því slepptu ættu öll mál að "vera á dagskrá". 

 

 


mbl.is Einbeitum okkur að aðalatriðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegar fríverslunarviðræður

Það er góðs viti að Bandaríkin og Bretland gefi sér tíma í miðjum Kórónufaraldrinum til þess að hefja fríverslunarviðræður.

Líklega eru þetta fyrstu fríverslunarviðræður sem hefjast í gegnum fjarfundabúnað.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessum viðræðum kemur til með að miða áfram.

Það verður margt sem verður erfit að ná samkomulagi um, en hins vegar þurfa bæði ríkin meira á aukinni fríverslun að halda, meira en nokkru sinni fyrr.

Öflugur fríverslunarsamningur gæti hjálpað þeim að komast fyrr út úr "Kórónuskaflinum", þó að hann einn og sér dugi ekki til.

En það að fríverslunarviðræður hefjist, þýðir ekki að þeim ljúki með samningi.

Það hefur sést áður.

Eins og svo oft áður má reikna með að landbúnaðarafurðir verði hvað erfiðastar, enda vekja þær gjarna mesta athygli.

En báðar þjóðirnar þurfa góðar fréttir á viðskiptasviðinu, þó líklega Bretar enn frekar.

En það er ástæða til að fagna upphafinu, þó að sjálfsögðu verði að hafa í huga að ekkert er víst um endinn.

 


mbl.is 200 manns á fjarfundi um fríverslunarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróflega gengið á rétt neytenda

Ég get alveg skilið að ástandið er erfitt.  Það er erfitt fyrir flugfélög og ferðaskrifstofur að endurgreiða ferðir.  Lausafjárstaða þeirra er erfið.

En, að ganga jafn freklega á rétt neytenda og mörg stjórnvöld vilja, þar á meðal Íslensk, er verulega hættulegt fordæmi.

Það er verið að segja að lög og réttur, neytendavernd gildi aðeins við "bestu aðstæður".

Hvaða skilaboð eru það?

Ennfremur verður að hafa í huga að allt eins líklegt er að einhver af flugfélögum og ferðaskrifstofum sem um ræðir eigi eftir að fara í greiðslustöðvun og jafnvel verða gjaldþrota.

Hvers virði eru inneignarnóturnar þá?

Einskis.


mbl.is Vilja takmarka neytendavernd flugmiðahafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hættulegt að fólk fari yfir landamæri?

Kórónuveiran hefur vissulega breytt heiminum.  En eins og oft gerist í storminum miðjum koma upp alls konar skoðanir sem í raun er erfitt að sjá séu rökréttar.

En hvað er rökrétta samhengið og hvaða mælistikur á að nota?

Hversu hættuleg er Kórónuveiran?  Hvaðan kemur hættan? Er óhætt að einstaklingar ferðist á milli landa?

Tölfræðilega má líklega segja að Vestmannaeyar og Vestfirðir hafi verið með sýktustu svæðum í heimi, miðað við hina margfrægu höfðatölu.

Hins vegar hafa smit á Norðausturlandi og Austurlandi verið afar fá.

Má þá ekki segja að meiri ástæða hafi verið til þess að vernda íbúa Austurlands á ákveðnum tímapunkti gegn komu Vestfirðinga og Vestmanneyinga, en því að einhverjir Norðmenn, Danir eða Þjóðverjar komi með ferju til Seyðisfjarðar?

Hvort voru hærri tölfræðilegar líkur til að smitast af Dana, eða Vestfirðingi eða Vestmanneyjabúa?

Þessum skrifum er ekki ætlað að virka sem hvatningu til þess að setja hefði átt alla Vestfirðinga og Vestmanneyinga í einangrun, loka þjóðvegum og leggja Herjólfi.

En tölfræðilega er ekki hægt að segja að það sé marktækt meiri munur á hættunni af því að smitast af t.d. Norðmanni en af Íslendingi.

Það sama gildir t.d. um Pólverja, sem eru með lægra dánarhlutfall/íbúa en Íslendingar.

Svipað gildir um Finna, Eistlendinga, Letta og Litháa, svo nokkur lönd sem við þekkjum ágætlega til séu nefnd.

En næstu vikur munu skipta miklu máli og munu líklega sýna hvar á "kúrfunni" lönd eru stödd.

En það er líklegt að skynsamlegt sé að "aftengja" Schengen um all nokkurn tíma, gera hins vegar samninga við einstök lönd, sem byggðist þá á nýgengi smita og hvaða ráðstafanir þær myndu gera á flugvöllum.

Einnig þyrfti að fara varlega varðandi farþega frá "þriðja" landi og fá mun meiri upplýsingar en nú tíðkast.

Meira að segja Austurríki sem hefur fengið á sig "pestarbælisstimpil", þar Kórónuveiran er sögð hafa grasserað óhindrað all nokkra hríð er með ótrúlegar lágar tölur, bæði um andlát/milljón íbúa, eða 65 og virk smit undir 2000.  En þeir gætu vissulega hafa staðið betur í skimunum (eru þó með þokkalega háa tölu/á milljón), en það gildir um ótal þjóðir.

Það er rétt að taka fram að auðvitað þarf alltaf að taka tölulegum upplýsingum með fyrirvara, en samt komust við oft ekki hjá því að byggja á þeim við ákvarðanatöku.

En í heild sinni er engin ástæða til þess að trúa því að meiri hætta sé á því að smitast af útlendingum en Íslendingum, nema þeir komi frá svæðum þar sem smit eru mjög  útbreidd.

Ekki frekar en ástæða er til að trúa því að minni hætta sé á smiti í strætó en á öðrum fjölförnum stöðum.

P.S. Allar tölur sem nefndar eru í pistlinum eru fengnar frá Worldometers.


mbl.is Vitum ekki hvort botninum sé náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að varpa táragasi á konur og börn til þess að verja "ytri landamæri" Íslands?

Það eru margir sem vanda Erdogan og Tyrklandi ekki kveðjurnar þessa dagana. Sumpart er það fyllilega verðskuldað og sumpart ekki.

Samkomulag sem hann gerði við Evrópusambandið (og er ennþá í gildi) um að halda flóttafólki í Tyrklandi, er langt í frá að hafa verið efnt af hálfu "Sambandsins" og nú styttist í að það renni út.

Ekki það að ég styðji Erdogan eða Tyrki, ég lít á hann sem óttalegan skúrk, og framganga Tyrkja í Sýrlandi og gegn Kúrdum er hræðileg.

En það þýðir þó ekki að hægt sé að brjóta samkomulag sem við Tyrki var gert og reikna með engum afleiðingum.

Það virðist þó vera það sem Evrópusambandið hefur gert.

"Sambandið" hefur að vísu eftir því sem ég kemst næst borgað þá peninga sem um var samið, en aðrir hlutar samkomulagsins hafa lítið eða ekkert miðað áfram.

Því var lofað að Tyrkneskir þegnar þyrftu ekki áritun til ferðalaga innan "Sambandsins", að tollabandalagið á milli "Sambandsins" og Tyrklands yrði uppfært og nýjir kaflar yrðu opnaðir í aðlögunarviðræðum Tyrklands að "Sambandinu".

Það átti einnig að flytja stóran (en nokkuð óskilgreindan) hóp flóttafólks frá Tyrklandi til Evrópusambandslanda.

Þetta voru líklega óraunhæf loforð, en þau voru gefin engu að síður. En ekki staðið við þau.

Fjárhagslega samkomulagið hefur gefist að mörgu leyti vel, en það rennur út á næstu 6. til 12. mánuðum án þess að Evrópusambandið hafi gert tilraun til að framlengja það.

Í ljósi þessa getur það ekki talist með öllu óeðlilegt að Tyrkir séu farnir að ókyrrast og finnist þeir ekki skuldbundnir af samkomulaginu frekar en "Sambandið".

Því er staðan sú að tug eða hundruð þúsunda einstaklinga vilja komast yfir landamærin til Grikklands, inn í "Sambandið".

En á landamærum Grikklands og Tyrklands (sem geta teljast "ytri landamæri" Íslands vegna Schengen samkomulagsins) ríkir stríðsástand.

Þar er varpað táragassprengjum á flóttafólk, menn konur og börn, af "útverði" Evrópusambandsins og Schengen svæðisins.

Hvað skyldi Íslenskur almenningur vilja að sé gert í þessum málum?

Skyldi hann vilja að Grikkland haldi áfram að verja ytri landamæri Schengen svæðisins, jafnvel með táragasi og byssukúlum?

Skyldi hann vilja að þar gildi "No Borders" og allir eigi frjálsa för yfir landamærin jafnvel alla leið til Íslands?

Skyldi hann vilja að þessu fólki yrði sérstaklega boðið til Íslands?  Það er líklega "slaki" hjá mörgum flugfélögum þessa dagana þannig að möguleiki væri að sækja þúsundir til Tyrklands.

Skyldi einhver efna til mótmæla fyrir framan sendiráð Evrópusambandsins á Íslandi? Eða safna undirskriftum til að hvetja Íslensk stjórnvöld til þess að fordæma framgöngu Grikklands og Evrópusambandsins?

Eða væri ef til vill best að byggja múr á landamærum Tyrklands og Evrópusambandsins/Schengen svæðisins, er það ekki töluvert manneskjulegra en að varpa táragasi á menn, konur og börn?

 

 


mbl.is Grikkir fá 700 milljónir evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Skotland sjálfstætt í kjölfar Brexit?

Í grunninn er ég að sjálfsögðu sammála Nicolu Sturgeon um að Skotar eiga að ákveða sjálfir hvort að þeir vilji tilheyra Sameinaða koungdæminu eður ei.  Enga þjóð á að neyða til að tilheyra ríki, ríkjasambandi eða sambandsríki.

Það gildir jafnt um Skotland, Katalóníu, Baska, Flæmingja, Tíbet og svo má áfram telja. Rétt eins og það gerði um Tékkland og Slóvakíu

Það má svo deila um hversu oft eða með skömmu millibili rökrétt er að leggja slík álitamál í dóm kjósenda og ekki til neitt einhlítt svar við því.

Það eru aðeins u.þ.b. 5 ár síðan Skoskir kjósendur höfnuðu sjálfstæði.

Það er reyndar allt eins líklegt að það yrði gert aftur, þó að um slíkt sé ómögulegt að segja. 

Staðreyndin er sú að Skoskur efnahagur er ekki of vel undir sjálfstæði búinn.  Bæði er viðvarandi hallarekstur á Skoska "ríkinu" og yfirgnæfandi hluti "útflutnings" Skota fer til annarra svæða hins Sameinaða konungdæmis, eða 60% )(Það er til muna hærra hlutfall, heldur en hlutur útflutnings Breta sem fer til "Sambandsins").

Scot export Aðeins 18% fer til "Sambandsríkja".  Það er reyndar einnig mikil óvissa hvenær Skotland fengi inngöngu í "Sambandið" ef til sjálfstæðis kæmi. Flestir eru sammála um að það gerist ekki sjálfkrafa og aðildarríki s.s. Spánverjar (sem glíma við Katalóna) allt eins líklegir til að vera þar Þrándur í Götu.

Skotar yrðu sömuleiðis að herða ólina verulega ef þeir ættu að eiga möguleika á því að gerast aðilar að Eurosvæðinu og biðtímin þar getur orðið langur.  Þá vaknar spurningin hvaða gjaldmiðil Skotar hyggist nota í millitíðinni. 

Hvað hallareksturinn varðar, er hann mun meiri en í Bretlandi sem heild. Halli Bretlands hefur verið rétt ríflega 1.1%, en halli Skota er í kringum 7%.  Meiri en helming halla Bretlands hefur mátt rekja til Skota, sem eru þó aðeins í kringum 10% íbúanna.

Með tilliti til þessa er það nokkur kokhreysti þegar Skoski þjóðarflokkurinn segir að Skotland muni ekki taka yfir "sinn hlut" af skuldum Bretlands, ef til aðskilnaðar kæmi, heldur bjóða "samstöðugreiðslur".

En eigi að síður er ljóst að ef Skotland yrði sjálfstætt yrði það áfall fyrir Breta, ekki síst "andlega", ef svo má að orði komast.

En það myndi sömuleiðis svo dæmi sé tekið flækja varnarmál þeirra verulega.

En til þess að sjálfstæði sé virkilega vænlegur möguleiki þurfa Skotar að taka sér tak í efnahagsmálunum.  Olían sem var stór beita í "den" er ekki jafn öflug í dag, verð lágt og það minnkar í lindunum.

En hvernig sem allt fer, er þörf á að leysa málin í sameiningu og á lýðræðislegan máta.  Ég held að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, það er hins vegar spurning um hvenær.

 

 

 


Dagskrárstjórar "Sambandsins" láta til sín taka

Það eru miklar umbyltingar á fjölmiðlamarkaði, ekki síst afþreyingarhluta hans. Reyndar hafa verið nær stanslausar "umhleypingar" þar svo áratugum skiptir og sér varla fyrir endann á því.

Neysla á fréttum og afþreyingu hefur breyst og þróast.

Æ færri horfa á "dagskránna", heldur hefur hver og einn stjórn fyrir sig, velur sitt efni.  Fjölskyldur horfa sjaldan eða aldrei saman á sjónvarp, heldur kýs hver og einn sinn dagsrkrárlið.

Allir eru sínir eigin dagskrárstjórar, ef svo má að orði komast.

Þetta er eftirspurnarhliðin.

Þá kemur að framboðshliðinni.

Víðast hvar er enginn skortur á þeirri hlið.  Víða um lönd eru sjónvarpsstöðvar og efnisveitur hins opinbera, sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á kostnað skattgreiðenda. Margar þeirra þurfa að uppfylla skilyrði hvað varðar framboð, gjarna hvað varðar innlent efni.

Síðan eru alls kyns sjónvarpsstöðvar og efnisveitur í höndum einkaaðila sem ýmist bjóða áskrift eða selja auglýsingar, sumar hvoru tveggja.

En Evrópusambandinu er eitthvað uppsigað við frjálst samband framboðs og eftirspurnar hvað varðar fjölmiðla og vill því setja framboðinu skorður.

"Sambandið" heimtar að minnst 30% af efni allra efnisveita sem starfi innan ríkja þess sé Evrópskt.

Reyndar eins og er algengt nú orðið lætur það sér ekki nægja að stjórna innan sinnan eigin landamæra, heldur krefst þess sama af Íslandi, Noregi og Liechtenstein.

Að hluta til virðist "Sambandið" ætla sér að taka að sér að hluta til "menningarlega tilsjá" með Íslandi.

Það er eiginlega með eindæmum hvernig "fríverslunarsamningur" þar sem Íslendingar "fengu allt fyrir ekkert", eins og fullyrt var á sínum tíma, hefur leitt þjóðina á þennan stað.

Eru Íslendingar einhverju bættari og menningu þeirra á einhvern hátt hjálpað með því að Netflix (og aðrar svipaðar efnisveitur) setji inn aukinn fjölda af Búlgörskum, Eistneskum, Rúmenskum og Pólskum kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum?

Myndu Íslendingar ekki frekar vilja setja skilyrði um að t.d. ákveðið hlutfall (mun lægra en 30%) af efni yrði að vera Íslenskt, eða ákveðið hlutfall barnaefnis yrði að vera talsett á Íslensku, eða eitthvað í þá áttina?

En "kommissarnir" vilja auðvitað ráða ferðinni, og þar sem "kommissarar" hafa ráðið ferðinni hafa þeir yfirleitt verið hrifnir af "kvótum" og "kvótana" þarf að fylla.  Með góðu eða illu.

Auðvitað vilja allar streymisveitur bjóða upp á efni sem nýtur vinsælda og er mikið horft á.  Á meðal þess er og hefur alltaf verið Evrópskt efni.

En það er auðvitað misjafnt ár frá ári hve mikið það er, og með auknum fjölda efnisveita dreifist það á fleiri staði.  Því gæti það hæglega orðið svo að til að fylla "kvótann" verði gripið til þess að kaupa það ódýrasta sem býðst, því áhorfið verði hvort sem er það lítið.

Þannig eru svona inngrip oft mjög tvíeggjuð.

En vissulega mun þetta færa þó nokkuð fé til Evrópskra framleiðenda, ef til vill er það megin ástæðan.

En þetta er enn eitt dæmið um stjórnlyndið sem svo oft ræður ríkjum í "Sambandinu" og getur verið svo hvimleitt.

Ef að t.d. efnisveita sem hefði eingöngu Disneymyndir á boðstólum er ógn við Evrópska menningu er ekki mikið varið í þá menningu.

En auðvitað er það bisnesshugmynd (alveg ókeypis fyrir þá sem vilja framkvæma hana) að setja á stofn efnisveitu eingöngu með Evrópsku efni.  Ef það næðist 30% markaðshlutdeild væri hún líklega í góðum málum.

P.S. Mikið væri gaman að heyra álit þingmanna Viðreisnar á svona framkomu Evrópusambandsins.  Getur það verið að flokkur sem vill afnema  reglur um Íslensk mannanöfn (sem ég er sammála) styðji að "Sambandið" setji "kvóta" á uppruna kvikmynda og sjónvarpsþátta? 

Ristir þeirra meinta "frjálslyndi" ekki dýpra en svo?

P.S.S. Hvað gerir kvikmynd eða sjónvarpsþátt Evrópskan?  Tungumálið, fjármögnunin?  Framleiðslulandið? Hvað með samframleiðslur, og fjármögnun frá mörgum heimsálfum, m.a. Evrópu?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband