Færsluflokkur: Tónlist

Eurolögin .... á föstudegi

Hér er horft á Eurokrísuna með tónlistina að vopni. Eins og flestir vita líklega hefur gengið all nokkuð á í Evrópu, ekki síst á Eurosvæðinu undanfarnar vikur.

Þar hafa "aðalhlutverki" ekki hvað síst verið í höndum, Grikkja, Þjóðverja, Hollendinga og svo koma Rússar líka við sögu.

Ef ég hef skilið rétt eru þessi tvö myndbönd ættuð frá Hollandi og Þýskalandi.

Smá uppplyfting á föstudegi.

Bæði myndböndin eru með Enskum texta, en annars er þetta mikil "fjölmenning".

 


Mesti spiluðu lögin á Eurosvæðinu?

Mér er sagt að þeir hlusti á Stones á Eurosvæðinu þessa dagana. Þó ekki sama lagið.

Annars vegar er það þetta:

 

 

 

En þetta mun víst einnig njóta umtalsverðra vinsælda:

 


En getur t.d. Spotify talist sala á tónlist?

Tónlistar menn eru margir með böggum hildar vegna þess að þeim finnst þeim bera lítið úr býtum vegna "sölu" framleiðslu sinnar á netinu.

En hvað selja þeir þar?

Getur t.d. Spotify, talist sala á tónlist?

Spotify er í raun, í það minnst að mínu mati, leiga á tónlist eða útvarpsstöð "on demand", það er að segja hlustandinn ræður dagskránni.  Gjaldið sem greitt er líkara stefgjaldinu en beinni greiðslu fyrir eign.

Hvað á sá sem hættir í áskrift hjá Spotify?  Er það ekki svipað og sá sem hefur hlustað á útvarpið?

Persónulega hef ég ekki fundið hvöt hjá mér til að vera áskrifandi að tónlistarveitum.  Líklega er ég orðinn það gamall, að ég er ekki eins "leitandi" að tónlist og áður var.

En ég á all nokkuð af "diskum" og reyndar vínilplötum.  Suma "diska" hef ég spilað reglulega í kringum 20 til 25 ár. 

Þó að ég hafi greitt fyrir þá nokkuð fé, er það lágt afgjald fyrir hverja hlustun.  Líklega mun lægra en ég hefði greitt fyrir sambærilega á "veitu".

Aðrir hafa ekki hreyfst í svipað tímabil. Líklega má halda því fram að verðið sem ég hafi greitt fyrir hverja hlustun á þeim sé full hátt. 

Að ýmsu leiti má líklega segja að margir tónlistarmenn hafi orðið "ríkir" af diskum og plötum "sem ekki var hlustað á", svona rétt eins stundum er sagt að sinnepsframleiðendur verði "ríkir" af sinnepinu sem verður eftir á disknum.

Líklegast er mesta tekjufallið hjá þeim sem eiga stór "hit" í skamman tíma og færri diskar seljast út á eitt eða tvö lög.

En eins og þegar tækninýjungar koma til sögunnar tekur "uppstokkunin" nokkurn tíma og sumir ná að nýta sér hana betur en aðrir.

En líklega er eitt af vandamálunum fyrir tónlistarfólk að framfarirnar eru svo örar nú, að um sífellda uppstokkun er að ræða, sem ekki sér fyrir endan á.

Það sem gildir í dag, er aftur til fortíðar.  Tekjur af tónleikum er mikilvægari en hefur verið um langan aldur.

 


mbl.is Tekjurnar eftir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

God only knows hvað er hægt að koma mörgum stjörnum fyrir í einu lagi.

"BBC music" hefur sett saman magnað myndband þar sem hátt í 30 stjörnur úr tónlistaheiminum koma saman og flytja lag Brian Wilson, God Only Knows.

Hreint magnað lag og myndband.

Þetta er til kynningar á BBC, en jafnframt verður lagið gefið út á smáskífu til styrktar Children In Need.

Gott stöff.

 

 

 


30.000 söngvarar

Ég er ekki mikill eða góður söngvari.  Engum myndi detta til hugar að biðja mig um að syngja, nema ef þyrfti að rýma húsnæði eða slútta partýi.

Ég telst heldur ekki mikill áhugamaður um söng og ekki líklegasti maðurinn til að sjást á sönghátíum eða kóramótum.

En samt sem áður varð ég auðvitað að drífa mig á Eistnesku sönghátiðina.  Það er aðallega upplifunin, burtséð frá söngnum (sem var þó góður eins langt og mitt eyra nam), vera innan um 90.000 manns eða svo og hlusta á u.þ.b. 30.000 manna kór.

Veðrið var gott, líklega heldur um of gott og erfitt að taka myndir í glampandi sólskininu.  En þetta var einstök upplifun, sem mun lifa með mér.

Hér eru myndir sem ég tók í gær, en fleiri má finna á Flickr síðunni minni

 

 

 

 

 

 


Dagar söngva og dansa

Á 5 ára fresti skunda Eistlendingar á sinn "þingvöll" og slá um söng og dans hátíð.  Þessi hefð er orðin 145 ára gömul, þó að í upphafi hafi eingöngu verið um söng að ræða, ef ég hef skilið rétt.

En þetta er mikil hátíð, yfir 30.000 þáttakendur og mér er til efs að víða sé hægt að hlusta á yfir 20.000 einstaklinga syngja saman.

Sönghátíðin hefst með heljarinnar skrúðgöngu frá Frelsis torginu (Vabaduse Väljak) að Söngva torgi (Laulu Väljak), þar sem risastórt svið er og sönghátíðin fer fram.

Í skrúðgöngunni eru flestir Eistnesku þátttakendurnir í þjóðlegum búningum og ganga undir merki síns kórs og sveitarfélags.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá skrúðgöngunni í gær, en fleiri má finna á Flickr síðunni minni.

Meiri upplýsingar um hátíðina má finna á  http://2014.laulupidu.ee/en/

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Thick As A Brick - Live in Iceland

Rakst á þetta þvælingi mínum um netið.  Ég er engin Jethro Tull, eða Ian Anderson aðdáandi, en datt í hug að einhverjum þætti fengur af þessari vitneskju.

En í ágúst mun verða gefin út á DVD/CD/ of svo framvegis tónleikar Ian Anderson, frá tónleikum hans á íslandi árið 2010 ef ég hef skilið rétt.

Útgáfan mun verða seinnipartinn í ágúst og að sjálfsögðu er forsala hafin hér og þar á netinu, t.d. á Amazon.

 

 

 

 


Örlítið Mary Poppins

Hér hefur ekkert verið bloggað í því sem næst tvo mánuði. Ég ákvað einfaldlega að hásumarið væri betur notað í annað.  Þvælast um, gangandi, hjólandi, takandi myndir o.s.frv.  Sumarið er jú tíminn.

En nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju, þó að hann verði ef til vill eitthvað stopull til að byrja með.

En það fer vel á því að byrja með léttmeti.

Hér er "remix" úr Mary Poppins sem ég fékk sent í morgunsárið.  Sýnir hvað tækni og hugmyndaflug geta getið af sér skemmtilega hluti.

 

 


Sam, play our song, just one more time

Það er merkilegt hvað umræða og kröfur um boð og bönn skjóta upp kollinum víða (ekki eins og þau eigi víða rétt á sér).

Nú deila Bretar ákaft um hvort að BBC (það eru nú reyndar ýmsir á móti því að fjölmiðlum í almannaeigu sé heimilt að nota skammstafanir og vilja sumir helst banna, t.d. að Ríkissjónvarpið sé kallað RUV), eigi að eða megi spila hið klassíska laga Ding, Dong The Withc is Dead, á jarðarfarardegi Thatcher.

Hvílíkt bull.

Auðvitað ber það merki um merkilegan smásálarhátt og skrýtið innræti að herferð til þess að koma laginu inn á topp 10 listann, sem spilaður er á BBC, en það segir meira um þá sem standa fyrir herferðinni, en Margaret Thatcher.

Ekki þekkti ég Margaret Thatcher, það er að segja ekki nema af því að lesa um hana og eftir hana greinar í blöðum og tímaritum og fylgjast með henni í fréttum.

En mér þykir afar ólíklegt að hún hefði ergt sig á slíkum smámunum, hvort að laga yrði spilað eður ei.  Það hefði heldur ekki komið henni í opna skjöldu að fólk legði á hana hatur.

Auðvitað á BBC að spila lagið.  Það segir sig sjálft, ef það kemst á toppinn.

Þeir sem eru að berjast gegn því hafa ekki gert neitt nema að vekja athygli á herferðinni og hafa gefið þeim sem að henni standa það sem þau þráðu mest.

Athygli og góðan málstað.

Því það er svo, í það minnsta kosti að mínu mati, að stofnanir eins og BBC, eiga að halda sig við eðlilegt starfslag.  Ekki banna þetta, eða hitt, þessum eða hinum til ánægju, eða hugarróunar.

Að berjast fyrir því er góður málstaður.

Að berjast fyrir því að Ding Dong the Witch is Dead sé spilað á jarðarfarardegi Thatcher,  kann að vera smekkleysi.  En smekkleysi verður varla, og á ekki að reyna að banna.

Læt hér fylgja með stutt myndband.  Þetta er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri minnst á Ding Dong, the Witch is Dead.  Ég er enginn sérstakur Oz aðdáandi.

 

 

 

 

 


mbl.is Deilt um nornasöng fyrir útför Thatcher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara eða vera. Bretland og "Sambandið".

 Mikið er nú rætt um "Evrópusambandsræðu" Camerons, forsætisráðherra Breta.  Eins og eðlilegt er í tilviki sem þessu eru skoðanir afar skiptar um ágæti innihalds ræðunnar.

En það er ljóst að ræðan hefur tryggt að gríðarleg umræða mun fara fram um kosti og galla "Sambandsaðildar" Breta, fram að næstu kosningum.   Ekki er ólíklegt að aðildin verði eitt af aðal málum þeirra kosninga.

Cameron er í erfiðri aðstöðu, sótt er að honum úr báðum áttum og Evrópusambandið virðist á vegferð sem er Bretum þvert um geð.  Ég held að þeir séu fáir Bretarnir sem hafa áhuga á því að framselja meira vald til "Brussel".  þeir vilja þvert á móti endurheimta vald á fjölmörgum sviðum.

Þeir vilja hins vegar vera aðilar að fríverslun innan "Sambandsins".

Hvort að það næst að samræma þessi sjónarmið er allsendis óvíst og ljóst að brottfar Bretlands úr "Sambandinu" er komin á dagskrá og í umræðuna miðja.

Einhverra hluta vegna kom mér í hug gamla góða Clash lagið, "Should I Stay, or Should I Go", þegar ég var að velta þessu fyrir mér.

Sérstaklega línan:  If I go it will be trouble, and if I stay it will be double.

En hér að neðan er myndband af þessu Clash lagi, og svo "autotune" myndband af Tony Blair, flytja sama lag.  Neðst er svo textinn.

 

 

 

 

 

 

 

Darling you gotta let me know
Should I stay or should I go?
If you say that you are mine
I'll be here til the end of time
So you got to let know
Should I stay or should I go?

Always tease tease tease
You're happy when I'm on my knees
One day is fine, next is black
So if you want me off your back
Well come on and let me know
Should I stay or should I go?

Should I stay or should I go now?
Should I stay or should I go now?
If I go there will be trouble
An if I stay it will be double
So come on and let me know

This indecisions bugging me
If you don't want me, set me free
Exactly whom I'm supposed to be
Don't you know which clothes even fit me?
Come on and let me know
Should I cool it or should I blow?

Should I stay or should I go now?
If I go there will be trouble
And if I stay it will be double
So you gotta let me know
Should I stay or should I go?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband