Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Helmingur af ágætis tillögum

Þessar tillögur Framsóknarflokksins eru alls ekki slæmar.  Það er auðvitað löngu tímabært að lækka skatta og álögur.  Hvort að þetta eru þeir skattar sem mest er áríðandi að lækka má auðvitað deila um, en einhversstaðar verður að byrja og þetta líklega ekki verri staðir en hverjir aðrir. 

Síðan þarf að halda áfram og fell niður fleiri álögur.

Það er ágætt að fella niður vsk á matvælum, þó að flestir telji reyndar að best sé að hafa einu % yfir línuna, þá er þegar búið að breyta því, þannig að það er ekkert að því að fara niður í núllið.  Hér í Kanada er ekki söluskattur af matvælum, en u.þ.b. 13% af öðru og virðist það ekki valda teljandi vandræðum.

Niðurfelling stimpilgjalda er löngu tímabær, og sú tillaga ríkisstjórnarinnar að fella aðeins niður stimpilgjald hjá þeim sem eru að kaupa íbúði í fyrsta sinn er "bastarðu" svo að ekki sé sterkara til orða tekið.  Mikið betra að taka skrefið alla leið.

Að helminga skatta á eldsneyti er ef til vill sísta hugmyndin af þessum þremur, en það er fátt sem fær mig til að andmæla skattalækkunum við núverandi álagningarstig.

Mér telst nú til að þetta séu aðgerðir upp á 25 milljarða, en ekki 18. eins og talað er um í fréttinni, en eitthvað myndi nú að sjálfsögðu skila sér í auknum virðisaukaskatti annarsstaðar.

En eins og fyrirsögnin segir, er þetta aðeins helmingurinn af ágætum tillögum, því það vantar alveg að minnast á hvar eigi að skera niður fyrir þessum skattalækkunum.  Það hefði verið mun sterkari leikur af hálfu Framsóknar ef slíkar tillögur hefðu fylgt.

En, það er í sjálfu sér ekki nein ástæða til þess að örvænta þó að slíkar tillögur hafi ekki komið fram, því af nógu er að taka.

Sjálfum dettur mér fyrst í hug framlög til landbúnaðar, en þar er nú líklega eitthvað erfitt um vik, þar sem mest er þar líklega bundið niður í samninga, en það má byrja strax að ákveða niðurskurð þegar samingstíma lýkur.  En góður niðurskurður í landbúnarkerfinu gæti lagt til stóran part af því fjármagni sem þarf til að "brúa" þennar skattalækkanir.

Ég held að umfangsmikill niðurskurður í menningarframlögum væri líka vel við hæfi.

Til greina kæmi auðvitað að tilkynna að fallið hafi verið frá því að alþingismenn ráði sér aðstoðarmenn.  Ef drifið yrði í því að breyta eftirlaunafrumvarpinu mætti sömuleiðis spara töluverðar fjárhæðir.

Því miður er of seint að hætta við Héðinsfjarðargöng og tónlistahús í Reykjavík, en þar eru einmitt verkefni sem hefðu fallið vel að niðurskurði.

Blása mætti af framboð Íslands til Öryggisráðsins.  Þó að vissulega "tapist" á því miklir peningar er betra að afskrifa þá en að halda áfram að henda fé í hítina.

Auðvitað er freistandi að minnast á að spara mætti í almennum rekstri ríkisins, fækka starfsfólki og þar fram eftir götunum, en það er nú óþarfi að flytja inn í einhverjar skýjaborgir.

En það er löngu tímabært að fara að skera fitu af hinu opinbera sem hefur safnast á það sem aldrei fyrr í góðærinu.

En ágætar tillögur um skattalækkanir, nú vantar tillögurnar um útgjaldalækkanir.

 


mbl.is Vilja fella niður neysluskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóð rauðir vellir

Rakst á þetta á vef NYT.  Hér má sá "lokaorð" Dith Pran, en hann er Kambadíumaður en kvikmyndin "The Killing Fields" byggir á lífi hans og hremmingum undir stjórn Rauðu Khmerana.

Það vill svo til að ég er nýbúin að lesa ævisögu Pol Pot,  "Pol Pot - Anatomy of a Nightmare" og myndina sá ég fyrir mörgum árum.

Þetta er saga sem (eins og svo margar aðrar) má ekki gleymast, en ég hvet alla til að gefa sér tíma til að hlusta á það sem Dith Pran hefur að segja. 

Það tekur ekki nema örfáar mínútur.

 

 

 


Sótt um skólavist - Þorrablót

Nokkurt annríki hefur ríkt að Bjórá undanfarna daga, ef frá er talinn gærdagurinn sem fór í allsherjar afslöppun og tal um hvað allir væru þreyttir, en annars hefur þetta allt gengið sinn vanagangs, þó ef til vill heldur hraðari en venjulega.

En á föstudagsmorgunin fór öll Bjórárfjölskyldan af stað gangandi í skólann.  Það er að segja nú ætti að sækja um skólavist fyrir Foringjann, en þar sem hann náði þeim merka áfanga að verða 4. ára nú í janúar, er hægt að sækja um skólavist fyrir drenginn.

4. og 5. ára börn eru þó ekki skólaskyld, en skólaskyldan byrjar við 6. ára aldur.  En við ákváðum nú að senda drenginn í skóla, enda hann fróðleiksfús.  Ekki leist honum þó allskostar á þetta ferðalag og talaði um það á leiðinni að hann vildi ekki fara í skóla, ekki strax.  En áfram var þó haldið.

Síðan þegar í skólann var komið var drengurinn þögull, togaðist ekki upp úr honum orð á meðan við unnum baki brotnu við það að fylla út pappíra.  Jóhanna fór hins vegar um gangana og heilsaði upp á þá nemendur sem hún sá þar og virtist kunna ákaflega vel við sig.

Síðan kom skólastjórinn og heilsaði upp á okkur, en þá hýrnaði heldur yfir snáða, því að í ljós kom að hún er af Eistneskum uppruna og talaði reiprennandi Eistnesku.  Runnu þá orðin út úr drengnum og skólinn virtista taka á sig annan blæ.  Alla vegna talaði hann um það um leið og við vorum komin út að þetta væri góður skóli.

Þorrablót ICCTEn nú þarf bara að bíða eftir haustinu, og svo þurfum við að ákveða áður en hann sest í 5. ára bekk, hvort við viljum að honum verði jafnframt kennt á Frönsku.

Á laugardagsmorgunin var svo haldið í Eistneska leikskólann, þar sem drengurinn skemmti sér vel og um kvöldið var svo "Þorrablótið" hjá "Íslendingaklúbbnum" hér í Toronto.  Þó að ekki sé um eiginlegt þorrablót að ræða, hvað matföng varðar hefur þetta nafn allt af fylgt þessari samkomu.  En á boðstólum var hangikjöt, harðfiskur, ásamt óteljandi öðrum réttum og boðið upp á hákarl og brennivín.  Þetta er ákaflega sakleysisleg samkoma, samanborið við Íslensk þorrablót.  Ekki sést vín á nokkrum manni þannig að gagn sé að og flestir halda heim á leið um 10. leytið.  Blautasti maðurinn þetta kvöldið var Leifur, og það svo að við þurftum að klæða hann úr peysu og bol, en það var þó vegna drykkjarfontsins í anddyrinu og átt sér nokkuð eðlilegar skýringar í leik þeirra barna sem þarna voru saman komin.

En þetta var fín samkoma, afhentir voru skólastyrkir, sungið og étið og allir fóru heim glaðir að ég best veit.


Ólyginn enn á ferð

Þetta er nokkuð merkileg frétt, en lesa má hana á vef The Times hér.  Orðalagið er haft hæfilega loðið, samanber setninguna:

It is understood that customers have moved savings from Landsbanki and Kaupthing to British institutions that are also in the best-buy tables, such as Birmingham Midshires, an arm of Halifax Bank of Scotland.

Enginn heimildamaður að sjálfsögðu, enginn borin fyrir fréttinni en lesandanum gefið eitt og annað í skyn.  Meira að segja nafngreindir bankar sem verið er að flytja féð í.

Talsmaður Kaupþings ber fréttina til baka en The Times virðist ekki hafa haft fyrir því að hafa samband við Íslensku bankanna, það hefði líklega ekki þjónað tilgangi fréttarinnar.

Það vita líklega flestir hvaða afleiðingar það getur haft ef sparifjáreigendur missa trú á banka þeim sem þeir geyma fé sitt, og slíkar afleiðingar líklega engum ferskari í minni en Bretum.

Það er háalvarlegt mál þegar fjölmiðlar og sérstaklega stórir og virtir fjölmiðlar birta fregnir í þessa veru.  Það versta er að slíkar fréttir, hvort sem þær eru réttar eða rangar þegar þær eru skrifaðar, eiga verulega möguleika á því að verða "réttar" á skömmum tíma.

P.S.  Það var sömuleiðis nokkuð skrýtin fréttamennska, að lesa mátti á mbl.is, að Times hefði dregið fréttina af vefnum, en enn má lesa hana á vef The Times, en fréttin þar sem fréttin er dregin til baka, er horfin af vef mbl.is


mbl.is Bretar taka út af reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kræðusnúðar

Stundum fæst ég við þýðingar, sérstaklega á ýmsu smálegu.  Oft er það eitthvað sem Vestur-Íslendingar hér í Toronto hafa í fórum sínum, eitthvað sem forfeður þeirra hafa skilið eftir sig, bréf, eða stuttar ritgerðir, jafnvel ljóð.

Ég reyni eftir besta megni að koma þessu þokkalega óbrengluðu til skila, en stundum lendi ég í vandræðum með ýmis orð sem notuð hafa verið hér á árum áður, en ég kannast hreinlega ekki við.

Svo er með orð sem ég rakst á í dag.  Kræðusnúðar.

Ef einhver lumar á vitneskju um hvers kyns hnossgæti þetta er, en slíku er haldið fram í textanum, yrði ég ævarandi þakklátur fyrir frekari upplýsingar þar að lútandi í athugasemdum.

 


Utanríkisstefnan innlimuð í Sambandið

Rakst á þessa frétt á vefsíðu Vísis.

Í annað skiptið á stuttu tímabili les ég að Ísland hafi gerst aðili að yfirlýsingu frá Evrópusambandinu.  Ekki að Ísland og ESB hafi gefið út sameigilega yfirlýsingu, heldur að Ísland hafi gerst "aðili" að yfirlýsingu sem ESB sendir frá sér.

Í yfirlýsingunni er enn hamrað á "einu Kína" og réttur Taiwana  til sjálfsákvörðunar um eigin örlög kemur hvergi við sögu í yfirlýsingunni.

Líklega er of mikilvægt fyrir Íslendinga að tryggja sér áfram aðgang að ódýrum kveikjurum og DVD spilurum til þess að við þorum að taka nokkra áhættu.  Svo gæti nú líka verið að Kína hafi yfir nokkrum "þróunaraðstoðaratkvæðum" að ræða þegar kemur að atkvæðagreiðslu um sæti Öryggisráðinu, sem undirstrikar sjálfstæði Íslendinga ef ég hef skilið rétt.

Er þetta það sem Ingibjög Sólrún átti við þegar hún talaði um "sjálfstæða utanríkisstefnu"?

Að "kvitta" bara undir ályktanir sem "Sambandið" hefur þegar sent frá sér?  Er reisnin ekki meiri en það?

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það getur verið snúið að vera kurteis og dipómatískur (hlutverk sem ég er ekkert allt of góður í) í alþjóðamálum.   En persónulega hefði mér þótt meiri reisn yfir því að einhver "bjúrókratinn" hefði í það minnsta umorðað yfirlýsinguna og Íslendingar sent hana út í eigin nafni.

Hitt, að Íslendingar styðji sjálfsákvörðunarrétt Taiwana, hvað þá Tíbeta er eitthvað sem ég vildi gjarna sjá, en það virðist borin von.

 


Gengið upp og gengið niður

Mál málanna er gengið.  Það eru allir að velta fyrir sér genginu.  Nú er krónan með allra lægsta móti og undanfarna mánuði og 'ar hefur sínkt og heilagt verið talað um að krónan hafi verið of verðmæt, gengið of hátt.

Reyndar er það svo að síðan að ég man eftir mér hefur gengið farið niður hægt en örugglega, ef frá eru talin undanfarin ár, u.þ.b. síðan 2001.  Það sem meira er það er eins og að margir stjórnendur útflutningsfyrirtækja telji það nauðsynlegt fyrir vöxt og viðgang sinna fyrirtækja að gengið sígi, helst nokkuð stöðugt. 

Ekki veit ég hvað veldur því að Íslensk fyrirtæki virðast mörg hver eiga erfitt með að reka sig á gengi sem er t.d. jafnt og það var árið 2000.

Það má benda á það að þó að kvartað hafi verið um að gengið hafi verið alltof hátt undanfarin ár, að síðan árið 2000, hefur euro aldrei verið ódýrara en það ár.  En þróun gengis euro frá upphafi 2000 til upphafs þessa árs má sjá á línuriti 3 hér að neðan.  Samt var kvartað og kveinað allan þennan tíma um að gengið krónunnar væri of hátt.

En vissulega hafa verið sveiflur á gengi krónunnar, og er gjarna talað eins og krónan sé eina myntin sem slíkt gildir um.  En gengi gjaldmiðla gengur upp og niður.  Það skapar vissulega vandræði hér og þar, sérstaklega í hagkerfum sem byggja mikið á útflutningi.

Á línuriti 1. má sjá hvernig gengi Breska pundsins hefur þróast gagnvart euro, síðastliðin þrjú ár.  Það hefur valdið Írum, sem nota euro, miklum erfiðleikum, þar sem Bretland er þeirra mikilvægasta viðskiptaland.  Eftir því sem mér hefur skilist er Bretland einnig mikilvægasta viðskiptaland Íslands, sem hefði þá líklega brennt sig eins og Írar á styrkingu euro, hefði það verið sú mynt sem notuð hefði verið á Íslandi.

Írar eiga reyndar einnig mjög mikil viðskipti við Bandaríkin, og flestir vita nú hvernig samspil dollar og euro hefur þróast.

Þannig er það víða sem sterkur gjaldmiðill getur verið til vandræða, en verst er auðvitað þegar efnhagsaðgerðir eru teknar fyrir stóra heild.  Því hafa Írar kynnst.  Fyrst voru vextirnir alltof lágir og núna er ekki hægt að lækka þá, því það hentar ekki "Sambandinu" í heild.

Önnur mynt sem hefur styrkst mjög mikið undanfarin ár er blessaður Kanadadollarinn sem ég nota dags daglega.  Hvernig verðmæti hans hefur þróast gagnvart þeim Bandaríska síðastliðin 3. ár, má sjá á línuriti 2.

Að sjálfsögðu hefur þetta valdið ýmsum erfiðleikum hér í Kanada, þó mismikið eftir landsvæðum, líklegast eru áhrifin hvað sterkust hér í Ontario, þar sem bílaiðnaðurinn hefur verið mikill.  Styrkingin getur þó ekki talist óeðlileg, enda styrkur Kanada mikill í "hrávörunni", gulli, öðrum málmum, olíu, kornmeti og öðru slíku, gengi Kanadadollars hefur enda gjarna farið upp og niður, með þessum "hrávörum".

Auðvitað er slæmt þegar miklar sveiflur eru á gengi gjaldmiðla, en það er erfitt að eiga við.  Íslendingar eiga fá svör gegn veikingu dollars, og ef reynsla Íra kennir okkur eitthvað, þá er það langt í frá eintóm sæla að búa við euro, Kanadabúar óttast styrkingu síns dollara gegn þeim Bandaríska, en fagna samt lækkun á innfluttum vörum.

Líklega er engin "patent" lausn til

Pund euro 3arUS- CA 3ar

Euro 2000 2008

P.S. Línuritin eru öll fengin með aðstoð vefs Kaupþings, en þar sem hjá öðrum Íslenskum bönkum er afbragðs þjónusta til að skoða gengisþróun, skoða "krossa" og þar fram eftir götunum.

 


Enn af ólygnum

Þetta er nokkuð merkileg frétt.  Ég bloggaði fyrir nokkru síðan um áhrif slúðurs og fjölmiðla (ekki það að slíkt sé sami hluturinn) í sambandi við fall Bear Stearns og árásar á Breska bankann HBOS.

Hér virðist sem Írar óttist að þeir séu eða hafi orðið fyrir sambærilegum árásum, vísvitandi hafi verið grafið undan Írskum fjármálastofnunum með því markmiði að gera þær viðkvæmari fyrir yfirtöku og/eða hagnast á skortstöðu í þeim.

Talað er um þungar refsingar, bæði fjárhagslegar sem og tugthúsvist allt að 10. árum.

Nú voru ýmsir á Íslandi, þar á meðal einn af Seðlabankastjórum, að tala um að hugsanlega hefði eitthvað óeðlilegt átt sér stað við fall Íslensku krónunnar.

Það væri því óneitanlega fróðlegt að vita hvernig Íslenski lagabókstafurinn er hvað þetta framferði varðar og hvað Íslensk yfirvöld eru að gera til að rannsaka málið.

Það er eitthvað sem þarf að kanna ofan í grunninn og ekki láta vafann hanga í umræðunni. 

En þetta eru vissulega flókin mál og erfið, og ég velti því líka fyrir mér hversu vel Fjármálaeftirlitið sé í stakk búið til að annast slíkar rannsóknir.


mbl.is Grafið vísvitandi undan írskum fjármálastofnunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörku konur

Ég verð að viðurkenna að þó að ég búi í Kanada þá hef ég ekki mikið vit á íshokkí.  Það var ekki hokkíáhugi sem dró mig hingað.  Ég sé þó nokkuð af hokkíi þó, bæði villist ég stundum inn á íþróttarásirnar og svo er mikið fjallað um hokkí í almennum fréttum hér.

En það sem ég hef séð af hokkí, þá er ljóst að þetta er ekki íþrótt fyrir neindar kveifar, það þarf hörku, úthald, snerpu, lipurð og útsjónarsemi til á ná árangri í hokkí.

Einhverr myndi sjálfsagt segja að það sé ekki stórkostlegur árangur að ganga vel í fjórðu deildinni, en einhversstaðar byrjar velgengnin, og kvennahokkíið á Íslandi á ekki það langar rætur að þetta er eftirtektarverður árangur, sem fyllilega er vert að gefa gaum.

Nú þarf hinsvegar að klára þetta og vinna deildina, það að komast upp er auðvitað ekki nóg.

En þetta er frábær árangur.


mbl.is Fjórði sigurinn hjá konunum í Rúmeníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr bíll á undir 10.000

Það er nú reyndar rétt að taka að fram strax í upphafi að hér er ég ekki að tala um Íslenskar krónur, heldur Kanadíska dollara (en 10.000 slíkir eru u.þ.b 750.000 krónur þegar þetta er skrifað, en erfitt er að fullyrða hvað verðmætið verður þegar þú ert að lesa þetta).  En þetta þykir samt sem áður nokkur tíðindi og hefur vakið athygli að aftur sé hægt að kaupa nýjan bíl fyrir "fjögurra stafa tölu".

En Kanadíski dollarinn hefur verið ein af þeim myntum sem hafa styrkst verulega undanfarin misseri.  Sú styrking (aðallega gagnvart hinum Bandaríska kollega sinum) hefur leitt af sér að á tímabili var mismunur á verði bíla í Kanada og Bandaríkjunum.

Á tímabili var mikil óánægja hjá neytendum í Kanada, og aukin fjöldi fór yfir landamærin og verslaði, bæði bíla sem og annað.

En nú er svo komið að lækkanir eru farnar að skila sér betur til Kanadískra neytenda og bílaverð hefur verið að lækka.

Nú má til dæmis kaupa splunkunýjan Hyundai Accent á rétt undir 10.000 dollara (Sjá PDF auglýsingu hér).  Kia hefur einnig verið að bjóða bíla á svipuðu verði.

Samkeppnin er að skila sér, en það var sú Bandaríska, ekki síður en sú Kanadíska sem var þar að verki.

Eða eins og segir í greininni:

Hyundai Motor Co. has opened a new chapter in Canada's car wars, dropping the starting price of its Accent small car to $9,995 nationwide. It's the same price it sold the car for 13 years ago and the first time in recent memory any manufacturer has offered a new automobile in the country for four figures.

The development is notable because it shows the extent to which competition among small cars sellers has intensified in recent months. Kia Motors is offering a cash incentive on its Rio car that brings its price under $10,000 as well. Some consumers find the vehicles so cheap they aren't even bothering to test drive them before they buy.

But it also highlights just how much Canadian car prices in general have escaped inflationary pressure. If it had followed the same 29% cost increase since 1995 that other goods in Statistics Canada's consumer price index had, the Accent would retail for $12,890 today. Pricing the car under $10,000 gives Hyundai an advantage in appealing to budget-conscious buyers who might have considered purchasing a used vehicle, said Vic Singh, chief economist at the Canadian Auto Dealers Association.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband