Fram og aftur um blindgötuna

Ef marka má fréttir á Vísi og Stöð 2, þá eru langt síðan samningaviðræður við Breta og Hollendinga hófust að nýja.  Frétinn segir reyndar að viðræðurnar hafi hafist því sem næst þegar eftir að Alþingi samþykkti samninginn, við fyrirvörunum sem svo mikið hafi verið í umræðunni.

Þetta hljómar því sem næst eins og endurtekning á rölti ríkisstjórnarinnar um blindgötuna þegar hún stóð í IceSave samningaviðræðum síðast.

Ekki viðurkennt að staðið sé í samingaviðræðum, leyndin eitt aðalatriðið og síðan á að keyra málið í gegn.  Fyrst í ríkisstjórn og síðan á Alþingi. 

Ráðherrar fá að lesa minnisblað undir eftirliti og reikna má með því að reynt verði að halda upplýsingum frá þingmönnum með kerfisbundnum hætti.  Rétt eins og síðast.

Næsta víst er að þingflokkur Samfylkingarinnar réttir upp hönd, rétt eins og þægir skólakrakkar, en það er vissulega spurning hvort að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur og hugsnalega hvað stór hluti þingflokks VG stendur í lappirnar og krefst almennilegrar umræðu í þinginu.

Þessi frétt setur varpar nokkru ljósi á afsögn Ögmundar Jónassonar fyrr í dag, en ríkisstjórnin, hún gengur líklega fram og aftur um blindgötuna.

En þetta eru áhugaverðir tímar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband