Samfylking á flótta

Það er hálf aumkunarvert að lesa orð Jóhönnu Sigurðardótttur, loks þegar hún fer að tjá sig í fjölmiðlum.

Formaður og forsætisráðherra flokksins sem samþykkti og vildi keyra IceSave samningin í gegn um þingið (helst án þess að alþingismenn fengju að sjá hann) segist nú ekki samþykkja neinn samning sem leiði harðræði yfir Íslensku þjóðina.

Telur hún samt ennþá að hægt væri að samþykkja samningin óbreyttan?  Um hvað hafa stuðningsmenn upphaflega samnings Svavars Gestssonar að rífast um við Breta og Hollendinga?

En því ber hins vegar að fagna að Samfylkingin er lögð á flótta í þessu máli, og vonandi næst í því ásættanleg lending.

Líklega vill Jóhanna nú láta líta svo út sem hún hafi alltaf verið á móti samningnum án fyrirvara og það hafi eingöngu verið Steingrímur "lonesome cowboy" Sigfússon sem hafi barist fyrir samþykkt hans.

En Samfylkingin er komin á flótta á fleiri sviðum.  Nú u.þ.b. ári eftir fjármálahrunið og 4. mánuðum eftir kosningar er allt í einu orðið í lagi og eftirsóknarvert að fella niður skuldir hjá almenningi, og það líklega á jafnt á alla línuna.

Man einhver eftir umræðunni fyrir kosningar?

Ef til hefur Samfylkingin einfaldlega séð að hún hafð rangt fyrir sér og ákveðið að leggja á flótta.  Ef til vill er flokkurinn orðinn hræddur um líf núverandi ríkisstjórnar og hefur ákveðið að marka sér stöðu sem vænlegri væri til atkvæðaveiða.

En það er óskandi að einhvejir reki flóttann og Samfylking dragi til baka fleiri af umdeildum baráttumálum sínum. 

Ég, og meirihluti Íslendinga ef marka má skoðanakannanir, myndi til dæmis fagna því ef umsóknin um "Sambandsaðild" yrði dregin til baka.

 


mbl.is Þarf niðurstöðu fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Tómas. Það hefur verið ymprað á því víða að VG ætti að mynda minnihlutastjórn á þingi. Það gæti útskýrt þetta síðbúna lífsmark Samfylkingar.

Í öllu falli er Jóhanna fundin - þökk sé Spaugstofunni.

Kolbrún Hilmars, 29.9.2009 kl. 18:23

2 identicon

Einn hring í viðbót, þessi samfylking er orðin okkur til háborinnar skammar getur ekki staðið í lappirnar í einu einasta máli, IceSlave, Stöðuleikasáttmáli ( innann tóm orð ) Jóhrannar þarf að gerast fullgildur eftirlaunþegi

Petur (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 22:52

3 identicon

Það er auðvitað aumkunnarvert að skipta um skoðun. Auðvitað á maður frekar að standa með vondri upphaflegri afstöðu sinni fram í rauðan dauðann, vegna þess að stjórnmálaframi er mikilvægari en þjóðin. Right?

B (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er mannlegt að gera mistök.  Sömuleiðis að skipta um skoðun og auðvitað ekkert að því.  En það væri þá réttara að koma fram og viðurkenna að að rangt hafi verið að málum staðið, frekar en að kúvenda og tala eins og slík hafi ætíð verið skoðun viðkomandi.

Það væri þá kannski ráð að Jóhanna biðist afsökunar á því hvernig hún ásamt fleirum í stjórninni "lagðist" á þingmenn til að samþykkja IceSave samningin.  Það væri þá ef til vill rétt hjá henni að biðjast afsökunar á því hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á þessu máli, sent vanhæfa og vanbúna samninganefnd til móts við Breta og Hollendinga.

Það er þegar forsagan er skoðuð sem málflutningur Jóhönnu verður aumkunarverður, sérstaklega þegar hún talar eins og forsagan sé ekki til.

G. Tómas Gunnarsson, 30.9.2009 kl. 01:40

5 identicon

Hvaða hvaða - hvaða læti eru þetta.

Jóhanna gerir bara eins og SJS sem er búinn að gleypa allt sem hann hefur sagt í 18 ár - og fær fylgi útá allt saman.

- má hún ekki gleypa líka?

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 11:20

6 identicon

Mikið er ég sammála þessu með að draga aðildarumsóknina til baka.  Það er náttúrlega svo fáránlegt að vera sækja um í ESB þegar um 60% landsmanna eru á móti aðild

Joseph (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:00

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ef ekki verður gengið til kosninga strax sé ég þann kost vænstan að mynda stjórn allra flokka án Samfylkingarinnar.

Það verður að draga þennan Icesave-samning til baka, einnig verður að draga til baka aðildarumsókn að ESB og slíta samstarfi við AGS, viljum við sjá þjóð okkar borgið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.9.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband