Samskipti auka traust - Skjaldborgin um Jóhönnu rífur það niður

Það kemur ekki á óvart að sjá traust Íslendinga á Jóhönnu Sigurðardóttur hrynja, ekki heldur að Steingrímur "lonesome cowboy" Sigfússon njóti meira trausts en forsætisráðherra.

Líklega kunna Íslendingar oft á tíðum ekkert of vel við það sem Steingrímur er að segja þeim, en ég reikna með að þeir kunni að meta og þyki traustvekjandi að hann skuli koma fram og tala um það við þá.

Erfiðu fréttirnar verða ekkert betri ef ekki er rætt um þær.  Hreinskilin samskipti auka traust.  Íslendingar virðast fyrirgefa Steingrími lygina sem hann greip til varðandi IceSave samningin og virða það við hann að hann kemur reglulega fram í fjölmiðlum og reynir að skýra sitt mál.

Niðurstaða þessarar könnunar hlýtur að teljast verulegt áfall fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseti sem nýtur ekki traust hærra hlutfalls þjóðarinnar (og vantraust sívaxandi hluta hennar) er ekki í öfundsverðri stöðu og verður vandséð að hann eigi möguleika á því að endurheimta tiltrú Íslendinga.  Hverfur líklega úr embætti rúinn trausti.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins fær einnig nokkuð sneypulega útkomu úr könnuninni og langt í frá ásættanlega fyrir hann.  Ef hann ætlar að verða eitthvað meira en skammlífur forystumaður, verður hann að skerpa sig og flokkinn.

Í heild sinni verður þessi könnun að teljast áfellisdómur yfir Íslenskum stjórnmálaforingjum (því miður verður forsetinn að teljast í þeim hópi) sem njóta takmarkaðs traust hjá þjóðinni.

 


mbl.is Steingrímur nýtur mest trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband