Gjá milli þings og þjóðar?

Þetta virðist nokkuð afdráttarlaus niðurstaða úr könnuninni.  Meirihluti Íslendinga hefur ekki áhuga á því að landið gangi í "Sambandið".

Eftir því sem umræðan hefur aukist og ákafi "Sambandsinnana" orðið meiri þá styrkist meirihluti þeirra sem ekki vilja aðild að "Sambandinu".

Eftir því sem Samfylkingin hefur aukið offorsið í málinu og Vinstri græn hafa látið teyma sig lengra í átt að "Sambandsaðild", eykst andstaða almennings við inngöngu í "Sambandið".

Almenningur hefur enda séð í gegnum málflutning ríkisstjórnarinnar (lesist Samfylkingarinnar) að það séu eitt eða tvö stór mál sem skipti höfuðmáli í uppbyggingu Íslensks efnahags.  Slíkur málflutningur var notaður þegar ríkisstjórnin vildi reka seðlabankastjórana, þegar sækja átti um aðild að "Sambandinu" og þegar nauðsynlegt var að samþykkja IceSave ábyrgðirnar.

Ekki hefur þó orðið vart við breytingarnar.

Í þessu máli er því víð og breið gjá á milli þings og þjóðar, eins og einhvern tíma var sagt og þótti "skelfilegt" á sínum tíma.  Gjáin er þó enn breiðari og enn dýpri á milli þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar í þessu máli.

Ég vona svo sannarlega að Íslendingar haldi vöku sinni í þessu máli og hafni alfarið "Sambandsaðildinni".

 

 

 


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona það líka svo sannarlega.  Ætli forsetinn okkar sé ekki komin í splitt eða spicato? Við að brúa gjána?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband