Snaggaralega að verki staðið

Þeir eru ekki lengi að setja ný lög í Túrkmenistan, og láta það heldur ekki standa í vegi fyrir góðu dagsverki að breyta þurfi stjórnarskránni.

Heldur horfir til lýðræðisáttar að frambjóðendur megi tala við kjósendur sína og er vart að efa að það á eftir að gjörbylta stjórnmálaumræðunni í Túrkmenistan.  Það að kjósendur megi eiga von á því að þeir kynni stefnumál sín í fjölmiðlum er ekki minni bylting.

Það verður einnig að teljast framsýni að leyfa frambjóðendum eingöngu að kosta baráttuna með fjármunum sem koma frá hinu opinbera, en í sömu átt hefur stefnt í flestum öðrum lýðræðisríkjum þótt hægar hafi miðað.  Varla þarf að efast um að frambjóðendurnir muni þurfa að skila endurskoðuðu bókhaldi yfir það hvernig hinu opinbera fé hefur verið eytt.

Ekki þori ég að spá um úrslit kosninganna, en vissulega er þó líklegt að formaður kjörstjórnar eigi eftir að reynast Berdymukhammedov nokkur liðsauki.

En það er einnig mark um hve mjög til lýðræðisáttar horfir hjá Túrkmenum að fjölmiðlum sem og innlendum og erlendum aðilum sé heimilt að fylgjast með.

 


mbl.is Ný kosningalög sett í Túrkmenistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband