Heimurinn með augum Frakka

Þetta er auðvitað ágætis viðbót, sem að Chirac lætur Franska skattborgara greiða fyrir okkur hin. 

Þetta er áhugaverð tilraun, að leggja áherslu á útsendingar á netinu og sýnir hvað hlutirnir hafa breyst og hverju háhraðatengingar breyta landslaginu bæði á netinu og í fjölmiðlun almennt.  Þó verður stöðin einnig send út um gervihnetti og mun sjást á kapalrásum og nást á loftnet víða um heim.

Sjá nánari upplýsingar um stöðina á Wikipedia.

Ég trúi því þó varla þeim upplýsingum sem koma fram Wikipedia, að "budgetið" eigi ekki að vera nema 80 milljónir Evra á ári, ekki nema um 7400 milljónir ISK.  Ég held að það hljóti að vera rangar upplýsingar.

"Setuppið" er velþekkt, fréttalesari fyrir sitjandi fyrir framan glervegg, þar sem sjá má fréttamenn að störfum og hlaupa fram og til baka.  Þetta virðist eiga að vera 3. rásir, ensk, frönsk og arabísk, en þó virtist enska rásin og sú arabíska vera samkeyrðar á ensku þegar ég skoðaði málið. Mér skilst að arabíska rásin eigi að byrja útsendingar á næsta ári.

Vefsíðan kemur ekki upp í fullri útgáfu fyrr en á morgun, en útsendingar eru þegar hafnar.

Þó að sumir fréttaþulirnir tali enskuna með full miklum frönskum hreim, er þetta fín víðbót í flóruna.

Vefsíðan er:  http://www.france24.com 

 


mbl.is Ný alþjóðleg sjónvarpsfréttastöð hefur útsendingar frá Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upplysingarnar eru ekki rangará wikipedia, heldur sýnist mér þú hafa lesið rangt útur þeim. Franska ríkið hefur lagt um 80 milljónir evra í verkefnið en það er eingöngu hlutur ríkissins í verkefni sem er í eigu margra aðila. 

France 24 er ekki ríkisstöð eins og er undirliggjandi í fréttaflutning Morgunblaðsins af þessu verkefni heldur fyrirtæki sem franskir fjárfestar standa að baki og þar er ríkið einn af þeim aðilum.

Annars hrósa ég þér bara fyrir skemmtilegt blogg les það gjarnan hjá þér. 

Atli Thor Fanndal (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 08:58

2 identicon

Upplysingarnar eru ekki rangará wikipedia, heldur sýnist mér þú hafa lesið rangt útur þeim. Franska ríkið hefur lagt um 80 milljónir evra í verkefnið en það er eingöngu hlutur ríkissins í verkefni sem er í eigu margra aðila. 

France 24 er ekki ríkisstöð eins og er undirliggjandi í fréttaflutning Morgunblaðsins af þessu verkefni heldur fyrirtæki sem franskir fjárfestar standa að baki og þar er ríkið einn af þeim aðilum.

Annars hrósa ég þér bara fyrir skemmtilegt blogg les það gjarnan hjá þér. 

Atli Thor Fanndal (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 09:00

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eftir því sem ég kemst næst, er fjárhagshliðin því sem næst alfarið á könnu Franska ríkisins.  Þetta er enda kallað "Chirac TV" eða "Not The English News" svona á meðal "gárunganna".
En það verður fróðlegt að fylgjast með þessu, en "budgetið" er lágt, sérstaklega ef miðað er við sambærilegar tölur fyrir CNN eða nýju rásina hjá Al Jazeera.

G. Tómas Gunnarsson, 8.12.2006 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband