Náðugir dagar hjá vinstri flokkunum

Þeir eiga náðuga daga andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, nú um stundir.  Þeir geta leyft sér að halla sér aftur og slaka örlítið á.  Sjálfstæðisflokkurinn sér einn og óstuddur um að reyta af sér fylgið þessa dagana.  Styrkir sem flokkurinn þáði frá FL Group og Landsbankanum eiga næsta víst eftir að kosta flokkinn nokkur prósentustig.

Auðvitað er ekkert ólöglegt við umrædda styrki, en siðferðið var ekki haft með í för þegar tekið var á móti þeim.  En það sem verra er, viðbrögð flokksins eftir að umræddir styrkir komust í hámæli hafa ekki verið með því móti að dragi úr skaðanum, heldur líklega þvert á móti.

Ég hygg að fáir trúi því að ábyrgðin liggi alfarið hjá Geir Haarde, eins og reynt var að koma á framfæri.  Það hljómar heldur ekki trúverðuglega að því sem næst enginn af þeim sem koma nálægt fjáröflun og fjármunum flokksins hafi vitað af þessum peningum.  Það er erfitt að trúa því að 55 milljónir "detti" inn á reikninginn og engum finnist það skrýtið, eða spyrji hvaðan peningarnar koma.  Eða voru þessir peningar ekki inn á hinun venjubundnu reikningum flokksins?

Frásagnir þingmanna flokksins um milligöngumenn eru heldur ekki með þeim hætti að þær upplýsi um gang mála og eru því ofullnægjandi.

En þetta er mál sem verður að upplýsa með fullnægjandi hætti, hér verður allt að koma upp á borðið og þörf er á að velta við öllum steinum.

Ef til vill er hægt að orða það sem svo, þú verður að klára þetta Bjarni.

 


mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tóbías í Turninum

Ég er skíthrædd um að þetta mál koðni alveg af sjálfum sér, því miður:( Ég vil fá sannleikann upp á borðið og að menn axli ábyrgð!

Tóbías í Turninum, 9.4.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband