Fjórflokkurinn sterkari en áður

Það töluðu margir í þá átt að eftir bankahrunið hlyti að verða uppstokkun í Íslenskum stjórnmálum og nýjar hreyfingar og flokkar yrðu áberandi.

Annað virðist vera að koma á daginn.

"Fjórflokkurinn" virðist hins vegar vera sterkari en oft áður. Frjálslyndi flokkurinn virðist vera að liðast í sundur, þó að vissulega sé of snemmt að afskrifa hann með öllu.  Það bendir þó margt til að saga hans á Alþingi sé á enda.

Íslandshreyfingin er búin að kasta inn handklæðinu og forystumenn hvetja til þess að félagsmenn styðji Samfylkinguna.

Nýjar hreyfingar virðast ekki vera að ná flugi.

Það er svo vel til fundið að sama dag og Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni, samþykkir ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar frumvarp frá iðnaðarráðherra Samfylkingar um að gengið verði til samning um uppbyggingu álvers í Helguvík.

Það hlýtur að hafa kætt nýju félagana.


mbl.is Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband