Fórnfús Norskur seðlabankastjóri

Ég verð að segja að mér líst ágætlega á nýja seðalbankastjórann.  Hann hefur ágætis starfsferil og lítur út fyrir að drífandi maður.  Ég vona að honum gangi allt í haginn og óska honum góðs.

Það er ágætis hugmynd að leita út fyrir landsteinana eftir seðlabankastjóra, en það settur þó ef til vill blett á að vafi leiki á hvort að heimilt sé að skipa eða ráða útlending sem embættismann á Íslandi.  Ef til vill hefði ríkisstjórnin þurft að breyta fleiri lögum en um Seðlabankann til að vel á færi.  Ég þekki það ekki nægilega.

En það hlýtur að sömuleiðis að vekja athygli að það er ekki talið til vansa að seðlabankastjóri sé fyrrverandi pólítíkus, fyrst að hans pólítíska reynsla er ekki á Íslandi.  Ef til vill spillir ekki fyrir að reynslan er af "réttum" stað á litrófi pólítíkurinnar.

Nú er almennt talið að staða seðlabankastjóra á Íslandi teljist lítt eftirsóknarverð við núverandi aðstæður (þó að menn hafi reyndar ekki verið áfjáðir í að hætta), og verður því að telja að fórnfýsi hins Norska seðlabankastjóra sé til fyrirmyndar.  Ekki síst ef haft er í huga að laun hans nema varla einum þriðja af því sem hann hefur haft í laun undanfarin ár.

Laun og skattgreiðslur hans fyrir árin 2006 og 2007 má skoða hér.

Kostirnir eru þó að líklega er ódýrt að finna íbúð til leigu í Reykjavík og hann getur sjálfur gefið sér heimild til að færa launin sín yfir í erlendan gjaldmiðil.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo nennti hann líka að hanga á hóteli hérna síðan á mánudag og bíða eftir stöðunni.  Það lýsir þrautseigju

itg (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband