Aðvaranir Peningastefnunefndar

Þá eru ný lög um Seðlabanka Íslands orðin staðreynd.  Þeir eru líklega býsna margir sem fagna því ákaft.

Vissulega hafa hefur frumvarp það sem lagt var fram af ríkisstjórninni tekið miklum framförum í meðförum Alþingis, enda upphaflega frumvarpið hrákasmíð sem var forsætisráðherra lítt til sóma.

En líklega hefði þinginu ekki veitt af frekari tíma til umfjöllunar þó að vissulega hafi þingið fært frumvarpið verulega til betri vegar.

En það er vissulega umhugsunarefni þegar ný lög um Seðlabanka Íslands eru keyrð of svo miklum hraða og offorsi í gegnum Alþingi.  Ég hvet alla til að lesa hér frétt um álit Jóhannesar Nordal, í Viðskiptablaðinu er talað við Jón Daníelsson, en ef til vill segir fyrirsögnin á frétt Vísis mikið til um hvernig fjölmiðlamenn og almenningur lítur á frumvarpið og tilgang þess.

Hún er:  Seðlabankastjórar reknir

Það er hins vegar ekki að efa að það eiga eftir að heyrast margar viðvaranir frá Peningastefnunefndinni á næstunni, enda viðsjárverðir tímar í fjármálaheiminum, ekki bara á Íslandi heldur því sem næst alls staðar í heiminum. 

Og ekki veldur sá er varar, eða er það?

Það hlýtur mörgum að vera það íhugunarefni að stjórnvöld skuli velja þessa leið til að bola einstaklingum úr embætti.

Má eiga von á þvi að sá siður festist í sessi á Íslandi að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum, leggi hún fram frumvörp um breytingar á hinum ýmsu ríkisstofnunum til að losa sig við einstaklinga og koma þar að fólki sem henni þóknast betur?


mbl.is Seðlabankafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efast um að það eigi eftir að fást sérhæft fólk til að starfa í þessari blessuðu nefnd.  Ekki myndi ég vilja koma nálægt svona starfi miðað við hvernig búið er að fara með opinbera starfsmenn upp á síðkastið, svo og bankaráðsmenn.

Dóri (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það hver er hæfur og hver ekki, fer hér eins og svo oft áður eftir því á hvaða sjónarhól staðið er.

En það er ljóst að hvernig til tekst með skipanir í nefndina, ráðningu seðlabankastjóra og skipanir seðlabankastjóra til bráðabirgða, er mikilvægur prófsteinn fyrir ríkisstjórnina.

En það er alveg rétt að mörg opinber störf eru í eðli sínu vanþakklát og oft vandséð hvers vegna einstaklingar vilja gegna þeim.

En það þýðir ekkert annað en að horfa ti framtíðar með bjartsýnina að vopni, hlutirnir eru aldrei alslæmir og framtíðarhorfur á Íslandi, eins og svo víða annarsstaðar, betri en margir vilja vera láta.

Ég vona bara að Íslendingar þurfi ekki að búa við vinstristjórn til langframa.

G. Tómas Gunnarsson, 26.2.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband