Skrýtinn fréttaflutningur - Af afsögnum

Ég verð að halda fram þeirri skoðun minni að mér finnst frétta flutningur mbl.is oft skrýtinn, og verða æ skrýtnari.

Gott dæmi um það er þessi frétt.  Hér nær fréttamaður mbl.is í fjármálaráðherra og spyr hann í þaula um IceSave reikninga Landsbankans sáluga.  Fréttin snýst um það að ráðherrar komi af fjöllum. 

Þó kemur skýrt fram í svari fjármálaráðherra að málefni banka eða IceSave heyri hreint ekki undir hans ráðuneyti, fjármálaráðuneytið, það heyri undir viðskiptaráðuneytið.  Reyndar hélt ég að sú staðreynd hefði ekki farið fram hjá neinum í fréttaflutningin undanfarinna vikna, en einhverra hluta vegna virðist sú staðreynd ekki hafa verið fréttamanni mbl.is kunn.  Eða megum lesendur mbl.is eiga von á því að fréttamaðurinn leiti hófanna hjá fleiri ráðherrum, um hvenær þeim varð kunnugt um vandræði Landsbankans hvað varðaði IceSave reikningana?  Fáum við ef til vill að heyra í Þórunni Sveinbjarnardóttur, Guðlaugi Þór, Ingibjörgu Sólrúnu eða Jóhönnu Sigurðardóttur? 

Getur það verið að þau hafi öll "komið af fjöllum"?

En þessi meðhöndlun flúttar við ákall Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, en eftir honum er haft í frétt á Vísi, að Björgvin viðskiptaráðherra og Árni fjármálaráðherra ættu að segja af sér. Hann virðist þeirrar skoðunar, eins og að mér finnst undirtónn fréttarinnar, að Björgvin G. Sigurðsson og Árn Mathiesen beri ábyrgð á bankahruninu, umfram aðra ráðherra.

Í fréttinni eru reyndar ekki að finna nein rök fyrir þessarri skoðun Samfylkingarmannsins og forseta ASÍ, en flestir ættu þó að hafa þá vitneskju úr fréttum að viðskiptaráðherra er jafnframt bankamálaráðherra og Fjármálaeftirlitið heyrir undir hann.  Því er varla hægt að komast hjá því að einhver hluti ábyrgðar bankahrunsins falli á hans axlir. 

En hvað með fjármálaráðherra?  Ber hann einhverja ábyrgð á bankahruninu umfram aðra ráðherra?

Hafa ekki ríkisfjármálin verið í þokkalegu standi, þó að ég hafi reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að þó þurfi að skera verulega niður.  En varla ber Árni heldur einn ábyrgð á því?

Að þessu sögðu þá get ég verið sammála Gylfa að það gæti verið klókt og rökrétt að skipta um ráðherra í ríkisstjórninni, það gæti aukið trú og tiltraust almennings á henni.

En auðvitað fer best á því að leiðtogar ríkisstjórnarinnar ákveði það, ég get ekki séð að forseti ASÍ geti gert kröfu um að ráða því.  Betur færi þá líka á að hann færði rök fyrir máli sínu.

En það getur líka verið að hér tali Samfylkingarmaðurinn Gylfi Arnbjörnsson, en hann hafi hreinlega ekki treyst sér til að nefna aðeins Samfylkingarráðherra til sögunnar.

Ef til vill sér hann eftir því að hafa ekki skellt sér í prófkjörið, þá hefði hann hugsanlega meira um ráðherramálið að segja, það er að segja ef hann hefði komist alla leið á þing.


mbl.is Ráðherrarnir koma af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað gera menn við framkvæmdastjóra sem stýra fyrirtæki í þrot? Lánar honum pening?

Doddi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband