Almannafé er ekki gólftuska

Vildi vekja athygli á þessarri frétt sem ég sá á Vísi.

Hér er talað bæði undir nafni og nafnleysi (tveir aðilar) og undir nafnleysi er ekki skafið af hlutunum.

Sérfræðingur með víðtæka reynslu úr bankakerfinu sagði við fréttastofu að ef Seðlabankinn hefði svarað þessu tilboði - hefði það eingöngu verið til að fá Landsbankamenn til að skilja að ,,almannafé er ekki nein gólftuska sem nota má til að þrífa upp það sem til spillis hefur farið og eigendurnir, þeir sem helltu niður, geti að því búnu haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist."

,,Þarna sé meiningin að gefa saman tvo dauðvona sjúklinga, hjónabandið hefði orðið stutt og þeim varla barna auðið."

Fréttastofa Stöðvar 2 segist hafa leitað lengi að einhverjum óháðum aðila til að tjá sig um tilboð Landsbankans,.

Ég held að ég taki ekki of stórt upp í mig þegar ég segi að það sé nokkuð öruggt að Stöð 2 hefur ekki leitað í dyrum og dyngjum til að finna einhvern til að bera blak af Davíð Oddssyni.

Þeim mun athygliverðari er þessi frétt.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég skal ekki segja G. Tómas. Seðlabankinn kemur vafalaust  til með að tapa tugum milljarða á að taka bréf í einhverjum dönskum undrabanka að veði fyrir 500 milljóna evra láni til Kaupþings og var seðlabankinn vita fallít fyrir ásamt ríkissjóði þannig að varla bætir það úr skák. Enda er örvæntingin núna alveg taumlaus og menn á hnjánum út um allt en fáir vilja skiljanlega lána gjaldþrota búi þar sem ekkert er að marka raðlygara sem eru við stjórn. Góðar stundir. 

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alveg rétt að það er afar líklegt að Seðlabankinn komi til með að tapa þó nokkru fé á því að að hafa lánað Kaupþing 500 milljón euro.

Það er þó ekki ljóst hvað það verður mikið, eða hvort það verður eitthvað, ég myndi þó telja líklegt að um eitthvert tap verði að ræða.

En það, ef eitthvað er, segir frekar að Seðlabankinn hafi verið of "liðlegur" við Íslenska banka, heldur en hitt. 

En það virðist sem svo að allir (þá er ég að meina ríkisstjórn og Seðlabankann) hafi verið sammála um að veðja á Kaupþing.  Það hafi verið bankinn sem ætti mestu möguleikana á að komast í gegnum þetta.  Ég hef engar forsendur til að dæma um hvort það hafi verið eðlilegt mat, eða einfaldlega 500 milljónir euro hafi verið settar á "rautt".

En ég tek ekki mikið mark á viðskiptajöfrum sem vilja ekkert frekar en að færa sökina frá sér.

G. Tómas Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú sennilega ekki gæfulegt að láta vistmennina sjá um stjórn geðveikrahælisins. Síðam er rétt að hafa í huga að viskí er því eitraðra og heilaskemmandi sem það er eldra. Sjálfur drekk ég aðeins veikan bjór en sækóum í æðstu stöðum liggur sjálfsagt meira á en það. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þegar ég las þetta og hugsaði málið, komst ég að þeirri niðurstöðu að annað hvort væri ekkert að marka þetta, eða að þú hlytir að vera whiskey maður.

G. Tómas Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 04:41

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkissjóður skuldar nú þegar 500 milljarða erlendis áður en af væntanlegum risalánum verður, sjávarútvegurinn skuldar 5-600 milljarða, Landsvirkjun og OR skulda samtals 550 milljarða og bankarnir skulda sennilega tíu þúsund milljarða. Húsnæðislán bundin erlendri mynt eru sennilega upp á 300 milljarða. Þannig að allt heila klabbið er greinilega algjörlega fallít og verður ennþá meira fallít með frekari lántökum.

Baldur Fjölnisson, 30.10.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband