Það lítur ekki vel út

Ég horfði ekki á tímatökurnar í nótt sem leið, en er að gera mig kláran fyrir keppnina sem hefst núna fljótlega.

En þetta lítur ekki alveg nógu vel út fyrir mína menn.  2 og fimmta sætið væri í sjálfu sér ásættanlegt, ef það væri Massa sem væri í öðru sæti og ætti því meiri möguleika á því að keppa við Hamilton.

En auðvitað þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn.  Það sem þyrfti auðvitað að gerast er að Raikkonen taki fram úr Hamilton í ræsingunni og haldi hraðanum niðri á meðan Massa vinnur sig upp.  En Massa þarf líka á góðri ræsingu að halda, þetta er gríðarlega mikilvæg keppni.  Ef að Massa nær ekki fleiri stigum en Hamilton í þessarri keppni, er þetta lang leiðina tapað fyrir hann, þó að fræðilegir möguleikar verði til staðar.

En það sannaðist reyndar í fyrra að ótrúlegir hlutir geta gerst og enginn ástæða að gefast upp, fyrr en ekið er yfir rásmarkið í síðustu keppninni.

En vonandi verður þetta spennandi og skemmtilegur kappakstur.

 


mbl.is Hamilton og McLaren með undirtökin í Fuji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband