Óbreytt forysta

Þá eru ljósa niðurstöður í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norð-Austurkjördæminu.  Niðurstaðan er óbreytt forysta.  Kristján Möller tekur 1. sætið með u.þ.b. 70% atkvæða, sem verður að teljast afgerandi niðurstaða og traustsyfirlýsing frá samfylkingum til Kristjáns.

Fyrsta konan, Lára Stefánsdóttir er í þriðja sæti og líklega taka margir eftir því að hún er jafnframt fulltrúi Akureyringa, og verður að teljast ólíklegt að hún komist á þing.  Hvað skyldi Raggi Sverris segja við því?

Það vekur nokkra athygli hvað kosningaþátttakan er lítil, sérstaklega þegar um póstkosningu er að ræða.

Það væri gaman að vita hvernig skiptingin hefði verið neðar á listanum og sömuleiðis hvernig þátttakan hefði verið á mismunandi stöðum, en það "bókhald" er líklega ekki opið og auðvitað sést ekki hvernig staðirnir "melda sig" í póstkosningu.

P.S.  Fann röð annarra frambjóðenda á ruv.is og því er það "bóhald" opið röðin er sem hér segir:


Ragnheiður Jónsdóttir
Örlygur Hnefill Jónsson
Jónína Rós Guðmundsson
Benedikt Sigurðarson
Sveinn Arnarson
Kristján Ægir Vilhjálmsson

 

 


mbl.is Kristján Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband