Enn af ólygnum

Þetta er nokkuð merkileg frétt.  Ég bloggaði fyrir nokkru síðan um áhrif slúðurs og fjölmiðla (ekki það að slíkt sé sami hluturinn) í sambandi við fall Bear Stearns og árásar á Breska bankann HBOS.

Hér virðist sem Írar óttist að þeir séu eða hafi orðið fyrir sambærilegum árásum, vísvitandi hafi verið grafið undan Írskum fjármálastofnunum með því markmiði að gera þær viðkvæmari fyrir yfirtöku og/eða hagnast á skortstöðu í þeim.

Talað er um þungar refsingar, bæði fjárhagslegar sem og tugthúsvist allt að 10. árum.

Nú voru ýmsir á Íslandi, þar á meðal einn af Seðlabankastjórum, að tala um að hugsanlega hefði eitthvað óeðlilegt átt sér stað við fall Íslensku krónunnar.

Það væri því óneitanlega fróðlegt að vita hvernig Íslenski lagabókstafurinn er hvað þetta framferði varðar og hvað Íslensk yfirvöld eru að gera til að rannsaka málið.

Það er eitthvað sem þarf að kanna ofan í grunninn og ekki láta vafann hanga í umræðunni. 

En þetta eru vissulega flókin mál og erfið, og ég velti því líka fyrir mér hversu vel Fjármálaeftirlitið sé í stakk búið til að annast slíkar rannsóknir.


mbl.is Grafið vísvitandi undan írskum fjármálastofnunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort Morgunblaðið hafi ekki verið helsti slúðurgjafinn og verið að grafa undan íslenskum stofnunum með því t.d. meðal annars að birta illa rökstudda grein frá Enskilda um Exista á forsíðu morgunblaðsins svo eitthvað sé nefnt, en það hefur einmitt komið í ljós að Enskilda/þeirra viðskiptavinir hafa verið að skortselja ísl. hlutabréf og hagnast á því.  Spurning hvort ekki þurfi að rannsaka hlutdeild Morgunblaðsins í því að vera að dreifa slúðri og ábyrgð þeirra.

Johanna (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég ætla mér ekki í umræður um einstök mál, en það er alveg rétt að það er ábyrgðarhluti að tala um fyrirtæki og hlutabréf og er alls ekki sama hvernig það er gert, um það fjallaði ég aðeins í þeim pistli sem þessi pistill vísar í.

Þó að stigsmunur sé á, ef eingöngu er verið að endursegja það sem einhver annar segir (fjölmiðill eða t.d. "greiningadeild"), þá fylgir því líka ábyrgð.

Auðvitað fer betur á að leita meiri upplýsinga, eða/og að leyfa þeim sem fjallað er um að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Það er ekki hægt að neita því að oft eru skoðanir "greiningardeilda" og annarra slíkra fréttaefni, en það ber að varast að taka þeim of alvarlega, eða gera of mikið úr þeim.  Flestir þekkja líkja hve þær geta verið mismundandi.

G. Tómas Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband