Hörku konur

Ég verð að viðurkenna að þó að ég búi í Kanada þá hef ég ekki mikið vit á íshokkí.  Það var ekki hokkíáhugi sem dró mig hingað.  Ég sé þó nokkuð af hokkíi þó, bæði villist ég stundum inn á íþróttarásirnar og svo er mikið fjallað um hokkí í almennum fréttum hér.

En það sem ég hef séð af hokkí, þá er ljóst að þetta er ekki íþrótt fyrir neindar kveifar, það þarf hörku, úthald, snerpu, lipurð og útsjónarsemi til á ná árangri í hokkí.

Einhverr myndi sjálfsagt segja að það sé ekki stórkostlegur árangur að ganga vel í fjórðu deildinni, en einhversstaðar byrjar velgengnin, og kvennahokkíið á Íslandi á ekki það langar rætur að þetta er eftirtektarverður árangur, sem fyllilega er vert að gefa gaum.

Nú þarf hinsvegar að klára þetta og vinna deildina, það að komast upp er auðvitað ekki nóg.

En þetta er frábær árangur.


mbl.is Fjórði sigurinn hjá konunum í Rúmeníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband