Húsbændur og fyrrum hjú

Nokkuð hefur verið rætt um samskipti fyrrum nýlendna og nýlenduherra á Íslandi undanfarin misseri og hefur mörgum þótt Danir hafa lítin skilning (eða húmor) fyrir því að viðskiptamenn frá fyrrum nýlendu þeirra séu að kaupa mörg af "táknum" Danmerkur.

En þetta er auðvitað ekkert einsdæmi og eiga ýmsir erfitt meða að sætta sig við þær breytingar sem eru að verða á heimsmyndinni hvað viðskipti varðar.

Þannig er talað um að ýmsum Bretum þyki það allt annað en viðkunnanleg staðreynd að einhver þekktustu vörumerki Bretlands hvað bíla varðar, séu nú komin í Indverska eigu.  Nógu erfitt hafi það verið þegar þau hurfu úr Breskri eigu og urðu eign Ford (sem er reyndar með höfuðstöðvar í annarri fyrrum nýlendu Breta) en nú kasti fyrst tólfunum þegar Indverskt fyrirtæki eigi orðið Jaguar og Land Rover.

En eftir því sem fregnir herma hefur Indverska samststeypan (líklega kallað group) og bílaframleiðandinn TATA keypt Jaguar og Land Rover af Ford fyrir 2 til 2.5 milljarð dollara.  Sem þykir ekki mikið, þar sem Ford greiddi svipað eða heldur hærra verð fyrir hvort fyrirtækið um sig.  En eins og flestir vita þá hefur rekstur Ford ekki gengið vel undanfarin ár.

Reiknað er með að tilkynnt verði um kaupin á hádegi í dag, en sögusagnir hafa verið um þau í all nokkurn tíma.

En svona ganga kaupin fyrir sig, og er reyndar oft erfitt að henda reiður á hvers lensk vörumerki raunverulega eru, og gjarna höldum við áfram að hugsa um þau sem vörumerki sem tilheyri því landi sem þau eru upprunin í, en heimurinn er orðinn flóknari en svo.

Og það eru ekki bara Danir sem eiga erfitt með að sætta sig við það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband