Biturt Silfur

Ég var að enda við að horfa á Silfur Egils á netinu.  Þó að mér þyki Silfrið yfirburðaþáttur á sínu sviði, þá verð ég að segja að mér þótti þátturinn einhvern veginn ekki gera sig að þessu sinni.

Ég fékk það allt að því á tilfinninguna að þátturinn hefði verið "settur upp".  Það þyrfti eitthvað krassandi á nýja meirihlutann.

Ég held að Egill verði að vara sig á því að gera þáttinn að vettvangi fyrir bitra menn sem vilja ráðast á fyrrum samstarfsmenn.

En ég fékk líka tölvupóst í dag, þar sem mér er bent á umfjöllun um þáttinn.  Skrifari tölvupóstsins vildi meina að fyrst að Stefáni Pálssyni þætti svona áberandi halli á þættinum, þá væri það líklega svo.  Stefán væri ekki líklegur til að taka upp hanskann fyrir nýja meirihlutann, hann væri næsta örugglega ekki stuðningsmaður, hvorki dulinn né ódulinn.

Sjálfur hef ég miklar efasemdir um hinn nýja meirihluta, mér þykir lækkun á fasteignagjöldum til fyrirmyndar (það er reyndar lítið talað um hana), en er algerlega á móti "kofamenningunni" sem meirihlutinn stendur fyrir (kem líklega til með að skrifa meira um það).

En meirihlutinn og borgarstjórinn á rétt á heiðarlegri umfjöllun, rétt eins og allir aðrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband